Danskennsla

Foreldrafélag leikskólans bíður upp á danskennslu í maí. Eva Reykjalín danskennari kemur í fjögur skipti til að kenna Lundarselsbörnunum „okkar“ skemmtileg dansspor.
Danskennslan fer fram inn á sal í Lundarseli 5 apríl (fim), 12 apríl (fim), 17. apríl (þri) og 26 apríl (fim). Tímaskipulagið er svona:
20 Kríubörn klukkan 9:15 til 9:45.
21 Kisubarn klukkan 9:45 til 10:15.
22 Bangsabörn klukkan 10:15 til 10:45.
15 Lundabörn klukkan 11:00 til 11:30.
15 Lundabörn klukkan 11:30 til 12:00.

Dýrin í Hálsaskógi

Lundarselsbörnum er boðið í Lundarskóla á morgun klukkan 14:00-14:40 að horfa á leikritið um dýrin í Hálsaskógi.  Kríubörn fara þó ekki, enda eru þau að vakna mörg hver klukkan 14.

þriðjudagurinn 6. febrúar

Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins þriðjudaginn 6. febrúar.

Í Lundarseli ætlum við að bjóða foreldrum að koma milli 14:30 og 15:45 til að leira með börnunum sínum. „… að hnoða leir og lita, þið ættuð bara að vita hvað allir eru duglegir í leikskólanum hér.“

Tilgangur Dags leikskólans er að vekja athygli á hlutverki leikskóla og starfi leikskólakennara.