Dýrin í Hálsaskógi

Lundarselsbörnum er boðið í Lundarskóla á morgun klukkan 14:00-14:40 að horfa á leikritið um dýrin í Hálsaskógi.  Kríubörn fara þó ekki, enda eru þau að vakna mörg hver klukkan 14.

þriðjudagurinn 6. febrúar

Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins þriðjudaginn 6. febrúar.

Í Lundarseli ætlum við að bjóða foreldrum að koma milli 14:30 og 15:45 til að leira með börnunum sínum. „… að hnoða leir og lita, þið ættuð bara að vita hvað allir eru duglegir í leikskólanum hér.“

Tilgangur Dags leikskólans er að vekja athygli á hlutverki leikskóla og starfi leikskólakennara.

Söngvaflóð

Tveir elstu árgangar (2012 og 2013) í leikskólum Akureyrar heimsækja menningarhúsið Hof og syngja lög úr „Trommur og Töfrateppi“ eftir Soffíu Vagnsdóttur ásamt blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri í Hamraborg. Allir eru hjartanlega velkomnir miðvikudagurinn 7. febrúar kl. 10:00 í Hofi til að horfa og hlusta á Lundarselsbörnin !

Sjá nánar í auglýsingu hér songvaflodauglysing