Söngvaflóð

Við erum byrjuð í samstarfi við Tónlistarskóla Akureyrar, samstarfið heitir Söngvaflóð. Þetta er samstarfsverkefni allra grunn- og leikskóla Akureyrarbæjar við Tónlistarskólann á Akureyri. Samstarfið felst aðallega í því að tónlistakennara heimsækja skólana og kenna skemmtilega söngva! Ívar Helgason kemur í Lundarsel alla föstudaga í vetur klukkan 11:20. Öll Lundarsels börnin eru þá samankomin í salnum okkar til að syngja og læra um töfra tónlistarinnar! Hægt er að fylgjast með samstarfsverkefninu inn á heimasíðu Tónlistarskólans.