Færslusafn fyrir flokkinn: Allir

Vorhátíð Lundarsels 25. maí klukkan 14:00

Á vorin er oft mikið að gera hjá okkur 🙂 Þá förum við í sveitaferð að skoða húsdýrin þar og við förum að Gróðrastöðinni að setja niður kartölfur og grænmeti. Elstu börnin fara í lokahóf Glóðs og Loga á Slökkviliðisstöðinni og þau fara líka í útskriftarferð í maí mánuði. Þá er vorhátíð Lundarsels alltaf í lok maí, svo og prufusýningar fyrir vorhátíðina fyrir eldri borgara og 1.bekk Lundarskóla.

Sýning á sal

Brúðusýning um Pétur og úlfurinn verður sýnt inn á sal fimmtudaginn 3. maí. Bernd Ogrodnik sýnir. Sýningin er í boði foreldrafélagsins.

Söngvaflóð í Hofi – stór glæsilegir tónleikar :)

Tveir elstu árgangar (2012 og 2013) í leikskólum Akureyrar fóru í menningarhúsið Hof og sungu lög eftir Daníel Þorsteinsson við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk og ljóð Davíð Stefánssonar ásamt Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskólans á Akureyri. Börnin stóðu sig mjög vel á tónleikum á stóra sviðinu í Hofi.

Lokunardagar Lundarsels næsta skólaár

Skólaárið 2018 – 2019 er lokað í Lundarseli vegna skipulagsvinnu starfsmanna;

  • Þriðjudagur 7. ágúst, opnum kl. 10.00 (fyrsti dagur eftir sumarfrí)
  • Föstudagur 21. september, starfsmannafundur frá kl. 12:00.
  • Miðvikudagur 17. október, skipulagsdagur allur dagurinn (sameiginlegur tími alla leikskóla á Ak. kl. 12.00-16.00).
  • Mánudagur 12. nóvember, skipulagsdagur, allur dagurinn.
  • Miðvikudagur 2. janúar, skipulagsdagur allur dagurinn
  • Föstudagur 15. febrúar, starfsmannafundur frá klukkan 12.00
  • Föstudagur 15. mars starfsmannafundur frá klukkan 12.00
  • Mánudaginn 13.maí, skipulagsdagur, allur dagurinn.
  • Föstudagur 21. júní, lokum kl. 14.00 (síðasti dagur fyrir sumarfríslokun)

Samtals 48 klukkustundir eða 6 dagar, skipulagsdagar er lokað allan daginn, starfsmannafundir er lokað hálfan daginn frá klukkan 12.00. Lokum kl. 14.00 daginn sem sumarleyfi byrjar og opnum kl. 10.00 daginn sem við komum úr sumarleyfi.

Danskennsla

Foreldrafélag leikskólans bíður upp á danskennslu í maí. Eva Reykjalín danskennari kemur í fjögur skipti til að kenna Lundarselsbörnunum „okkar“ skemmtileg dansspor.
Danskennslan fer fram inn á sal í Lundarseli 5 apríl (fim), 12 apríl (fim), 17. apríl (þri) og 26 apríl (fim). Tímaskipulagið er svona:
20 Kríubörn klukkan 9:15 til 9:45.
21 Kisubarn klukkan 9:45 til 10:15.
22 Bangsabörn klukkan 10:15 til 10:45.
15 Lundabörn klukkan 11:00 til 11:30.
15 Lundabörn klukkan 11:30 til 12:00.