hópur

10 nóvember.          Í dag vorum við að gera listaverk, snjókall. Með þessu erum við að æfa fínhreyfingar með því að klippa, líma og mála. Endilega skoða töflu. Einnig erum við að vinna að leyndarmáli. Takk í dag og eigið góða helgi. Takk takk Rósa og Hjartahópur.

17. nóvember. Í dag vorum við að byrja á snjókarlaverkefninu. Og nokkir búnir að gera. Gott að taka smá æfingu með skærum heima…. Leikur í boði líka. Takk takk allir saman.. Rósa og Hjartahópur.

10.nóvember.     Í dag vorum við að æfa okkur í að klippa og líma. Flest allir eru duglegir að beita skærunum rétt, frábært.. Við fórum líka í leit af stafnum okkar og þurftum að fara í smá göngu til að koma stafnum á réttan stað á stafateppinu. Markmið með leitinni var að læra að hlusta á fyrirmæli og fylgja þeim eftir. Í lokinn var æfing í að telja poka og færa þá á milli í salanum. Síðan voru teknar teygjur í lokinn. Takk í dag frábæru börn og eigið góða helgi. Rósa og Hjartahópur.

7.nóv    Í dag fórum við í Heimspekistund og héldum áfram með Láka jarðálf. Við héldum áfram með Vináttuvísur og teiknuðum nokkra gullsteina. (sjá töflu) Allir eru að læra heimilisfangið sitt og afmælisdag. Við munum æfa okkur áfram. Takk í dag Rósa og Hjartahópur

 1. nóvember.      Síðustu dagar okkar í hópastarfi hafa farið í að lesa bókina Láki. Láki er jarðálfur sem hugsar aðarlega um að gera öðrum illt. þegar hann er búin að gera öðrum illt 700 sinnum ákveður hann að snúa við blaðinu og vera góður. Við gerðum listaverk sameiginlegt tengt sögunni og gerðum Heimspekiskráningu. Allir eru áhugasamir um Láka og hafa frá mörgu skemmtilegu að segja. Takk í dag og eigið góða helgi. Takk takk Rósa og Hjartahópur

20 október.      Í dag héldum við áfram í heimspeki með bókina Láki. Allir eru duglegir og áhugasamir og hafa frá mörgu skemmtilegur að segja. Við teiknuðum líka sjálfsmynd og settum á töfluna. Endilega að skoða. Takk í dag allir saman. Kveðja Rósa og Hjartahópur.

17.október.      Í dag lásum við og skoðuðum bókina þetta eru mínir einkastaðir. Bók fyrir yngri börnin sem foreldrar/kennarar geta stutt við til að ræða um kynferðilegt ofbeldi við börn. Þegar börn heyra um orð eins og þetta eru mínir einkastaðir, vita þau strax hvað er átt við. Bókin er gott innlegg í forvarnarvinnu með börn. Nauðsynlegt er að útskýra vel það sem fram kemur í textanum og gott væri ef foreldrar gefa sér tíma til að lesa og útskýra. Við erum líka í Heimspeki með bókina Láki og munum halda áfram með hana næstu tíma og gera einnig listaverk tengt bókinni. Æfing í að rita nafnið sitt var líka í dag. Takk allir saman. Kveðja Rósa og Hjartahópur.

13. október.         Í dag vorum við í heimspekistund. Við létum hlut ganga á milli og hvert barn stóð upp og sagði hvað væri uppáhaldsmaturinn sinn? Einnig var æfing í að muna hvað næsta barn við hliðina sagði. Góð æfing í að koma fram og tala og að hlusta. Við gerðum líka nokkrar aðrar æfingar í heimspeki sem komu vel út hjá okkur. Við héldum áfram með rímsögur og fuglarím. Eiginleikahugtök eins og stór, lítill, langur, stuttur, hratt og hægt og tímahugtök eins og í gær, í dag, á morgun, dagur, nótt. Mánuðirnir voru ræddir og æfðir. Formin voru skoðuð, tölur skoðaðar frá 1 og upp í 11. Og í lokinn lásum við Örsögur sem snúast um að hlusta og muna. Takk í dag og góða helgi. Rósa og Hjartahópur. 

23september.       Í dag héldum við áfram með haustið. Gerðum okkar eigið tré og skreyttum. Góð æfing í fínhreyfingum. Við klöppuðum nafnið okkar í takt, gerðum rímsögur, rím-söngleik,fuglarím og dýrarím. Einnig erum við að læra Vináttuvísur.

Gulli og perlum að safna sér                                          Gull á ég ekki að gefa þér

sumir endalaust reyna.                                                                     og gimsteina ekki neina.

Vita ekki að vinátta er                                                                         En viltu muna að vináttan er

verðmætust eðalsteina.                                                                          verðmætust eðalsteina.

Takk í dag allir saman og eigið góða helgi. Rósa og Hjartahópur

19. sept. Í dag vorum við með Hundhús. Inn í húsinu voru bein sem hundurinn átti. Verkefnið var að fara með hendina inn í húsið. Og finna eins bein og skoða hvort beinin væru mjúk eða hörð eða eins á litinn. Við skoðuðum stafi vikunnar sem voru S og Á. Við æfðum okkur með bullorðum eins og as, es, és, os ós og æs. Í lokinn gerðu allir sjálfsmynd. Takk í dag allir saman. Rósa og Hjartahópur.

15. september.       Í dag héldum við áfram að ræða um haustið. Æfing í fínhreyfingum með því að perla og líma sinn starf á blað. Allir voru duglegir og áhugasamir. Takk í dag allir saman . Kveðja Rósa og Hjartahópur.

12. september.       Í dag héldum við áfram með umferðafræsluna. Fræðslan snýst ekki um mjög flóknar reglur, heldur um ákveðið atferli sem öll börn þurfa að tileinka sér. Við erum búin að fara í gönguferð og skoða umferðaljós og umferðagötu. Allir eru búnir að læra stoppa- hlusta og horfa. Í hópastarfi voru tvær loðtöflusögur lesnar um umferðareglur. Við æfðum okkur einnig í að telja og skoða tölur upp í 10. Líka æfing í að rita nafnið sitt með kubbum. Í lokinn kom Heimspeki spurning . Hún var ? Hvað veistu um haustið?

 Þá fer ég á sundæfingu,  þá koma pollar,  þá byrja fimleikaæfingar,  þá breytast laufin og þá er ég að fara að dansa heima , þá fer ég til Danmerkur , laufin detta af trjánum , þá detta eplin á snjóinn,  laufin að fara að breytast í gul-rauð og allskonar á litinn,.

 

8. september.      Í dag héldum við áfram með haustlaufin og náðum að klára diskinn. Endilega að taka með heim.Við höfum verið að fara yfir umferðareglurnar stoppa, hlusta og horfa. Og gerðum i framhaldi eitt verkefni til að æfa fínhreyfingar. Við vorum í kjallaranum og fengum að skoða og kanna það svæði vel og vandlega. Takk í dag allir saman og eigið góða helgi. Rósa og Hjartahópur.

5. september.      Í dag byrjuðum við hópastarfi eftir gott sumarfrí. Allir voru glaðir og höfðu frá mörgu að segja.  Við tókum á móti nýjum börnum í hópinn. Velkomin Hekla Malín, Huginn Haukur og Þorkell Hrafn. Verkefni dagsins var að velja nafn á hópinn og komu nokkrar tillögur eins og apahópur, skógahópur, hjólahópur og hjartahópur. Niðurstaðan varð HJARTAHÓPUR. Allir glaðir með nýja nafnið. Í tímanum vorum við að kynnast betur og mála diska sem við ætlum síðan að skreyta með haustlaufum. Takk í dag frábæru börn. Kveðja, Rósa og Hjartahópur.