hópur

Íslandshópur

island

17 – 24. nóvember

Í hópastarfi þessa daga hefum við verið að einbeita okkur af heimspekisýningunni sem verður vikuna 28. nóv. – 2. des.

14. nóvember

Í dag teiknuðum við hendurnar okkar og lituðum.

Tölustafir/talning:

  • Æfðum talningu. Fórum í einfalt verkefni með tölur frá 1-5. Börnin telja myndirnar og setja í viðeigandi hring.
  • Telja kubba
  • Flokka tölustafakubba við mynd
  • Telja með puttunum

Enduðum tímann á að spila

10. nóvember

Kláruðum Kisusöguna „Góður dagur“, við fórum nánar í hugtökin góður og vondur. Hvað er að vera góður og hvað er að vera vondur?

Hvað er að vera góður?

AB: Leika við mann. Vera vinur.

Þ: Leika saman. Vera jákvæður.

VL: Að strjúka mann. Segja fyrirgefðu.

EÁ: Jákvæður. Leika saman.

HA: Það er að knúsa, kyssa og vera góður við mann.

B: Góður við mömmu og pabba.

SA: Ekki borða af gólfinu. Leika saman. Ekki rífa af.

LM: Leika saman og lita.

Hvað er að vera vondur?

AB: Að bíta mann. Vera reiður.

Þ: Vera neikvæður. Sparka.

VL: Að bíta og klóra.

EÁ: Vera að lemja, þá fer maður í einveru.

HA: Lemja, stríða, bíta og öskra á mann. Vera óþekkur. Að fara í felur.

B: Hella á kisuna. Taka Bangsa.

SA: Lemja. Þegar ekki skiptast á. Brjóta hurð.

LM: Sparka, klípa.

Enduðum tímann á að fara í starfaspil. Setja stafi á réttan stað og flokka myndir eftir upphafsstaf, t.d. mynd af bíll, bíll byrjar á B svo mynd af bíll er sett þar sem starfur B er á spjaldinu.

7. nóvember

Sagan „Góður dagur“ var lesinn og börnin svöruðu spurningu út úr henni.

Góður dagur – Einn daginn var vinkona mín að fara í búðina, þegar hún fór út sagði hún; ég er að fara út kisa, vertu nú góð og ekki gera neitt slæmt meðan ég er í burtu. Ég hugsaði með mér; af hverju ætti ég að vilja gera eitthvað slæmt, slæmir hlutir eru ekki góðir. Vinkona mín var rugluð að halda að ég gerði eitthvað af mér. Ég skoðaði mig um í herberginu og leitaði eftir einhverju góðu að gera. Ég kom auga á gardínurnar; að klifra er alltaf skemmtilegt; hugsaði ég með mér; og skemmtilegt er gott. Ég setti út sterku klærnar og byrjaði að klifra upp gardínurnar. Í raun klifraði ég í gardínunum þar til þær rifnuðu í tætlur. Hmmmm hugsaði ég með sjálfum mér, Það eru alltof mörg göt í gardínunum núna. En þetta var mjög gott á meðan á því stóð. Ævintýrin mín héldu áfram, ég sá plöntu í gluggakistunni. Ég beit af eitt lauf og mér fannst það bragðast mjög vel. Svo ég beit öll grænu laufin af. Allt í einu sá ég gólfmottuna; það er alltaf gott að snyrta klærnar mínar; hugsaði ég með mér. Ég læsti klónum inn í gólfmottuna, Ég klóraði og klóraði í gólfmottuna þangaði til hún varð slitin og subbuleg. Aaahhhh sagði ég við sjálfan mig; þetta var mjög, mjög, mjög gott. Næst sló ég skál útaf borðinu, skálin brotnaði í milljón hluti. Svo gekk ég um í eldhúsinu og þefaði af ruslatunnunni. Ég sló lokið af tunnunni og byrjaði að gramsa í ruslinu til að finna hvað lyktaði svona vel. Ég gróf alla leið niður á botn og þessi góða lykt var yndislegur biti af kjúkling. Mmmmm sagði ég á meðan ég hámaði í mig kjúklinginn; þetta var það besta sem ég hef gert í allan dag. Ég var orðin mjög syfjaður af því að gera alla þessa góðu hluti. Ég skreið aftur inn í stofu, hoppaði á sófann og kúrði mig saman eins og bolti. En hvað þetta var góður dagur hjá mér í dag; sagði ég við sjálfan mig. Vinkona mín verður mjög glöð þegar hún kemur aftur heim því ég gerði ekki einn slæman hlut. Ég fór svo að sofa.

Hvernig líður kisunni í sögunni?

SA: Vel, hún fór að sofa.

VL: Hún var að borða kjúkling. Henni leið vel.  Hún var að sofa.

LM: Hún fær kisunammi. Henni líður vel. Af því hún borðaði kjúkling.

HA: Vel, því hún var að sofa og líka borða kjúkling og hún líka lokaði augum og kúrði

AB: Bara fínt, hún sofaði eins og bolti. Hún borðaði kjúking.

B: Henni var að borða kjúkling og sofa eins og bolti. Henni leið illa af því hún var að borða kjúkling.

 Eftir söguna teiknuðu börnin mynda af kisunni og vinkonunni.

 

3. nóvember/31.október

Sagan um Láka Jarðálf var lesinn. Börnin fengu eina persónu úr sögunni og áttu að hugsa um og velta fyrir sér hvort persónan í sögunni, væri góð, vond eða hvorki vond né góð! Þau voru spurð: Er þessi persóna góð, vond eða hvorki góð né vond og af hverju finnst þér það?

Snjáki LM: Vondur. Af því hann gerir svo ljót.

Snjáka HA: Alveg vondur, því að hún sagði Láka að gera alltaf eitthvað illt.

Láki jarðálfur LM: Vondur. Af því hann gerir allt sem er ljót. Hann var að taka bangsanna.

Elsa B: Góð. Af því hún var að leika.

Ívar AB: Góður: Því hann var ekki að lemja.

Mamman VL: Góð. Af því hún var ekki að meiða.

Pabbinn HA: Góður. Því hann var alltaf góður við Elsu og Ívar.

Pósturinn VL: Góður. Því hann var ekki að meiða.

Kisan HA: Hún er góð, því hún var ekki að bíta og var bara að lepja mjólk.

Láki (þegar hann er orðinn drengur) LM: Hann er góður af því hann var ekki lengur vondur.

 Börnum fannst þetta mis erfitt svo þegar ein/nn gat ekki svarað fengu aðrir tækifæri til að svara.

 29.september

Hópastarfið í dag hjá Íslandshóp var aðeins öðruvísi en venjulega þar sem Guðbjörg var ekki, svo Tóta var eini hópstjórinn. Fyrst af öllu eiga allir í hópnum skilið hrós fyrir glæsilega frammistöðu bæði í að fara eftir fyrirmælum og hafa hendur og fætur hjá sér 🙂

Við byrjuðum tímann á því að setjast í hring og kynna okkur en í dag sögðum við einnig hver uppáhaldsteiknimyndapersónan okkar væri. Við sungum Vinalagið og klöppuðum síðan nafnið okkar og teiknimyndapersónunnar.

Því næst settumst við við borð og æfðum okkur í örsögum. Örsögur ganga út á að sagðar eru mjög stuttar sögur og síðan er spurt út úr þeim. Dæmi: Spiderman bakaði bleika köku á sunnudaginn. Hver bakaði köku? Hvernig var kakan á litinn? Hvenær bakaði Spiderman kökuna?

Skuggi kom í heimsókn til okkar með beinin sín. Hann á mörg bein sem hafa mismunandi áferð og fengu allir í hópnum eitt bein og áttu síðan að finna annað eins. Stafahúsin voru næst á dagskrá. Allir fengu þrjá hluti sem byrjuðu á H,G eða S og átti síðan að setja hlutinn í það hús sem hafði upphafsstafinn hans. Við enduðum á því að draga spil með allskonar húsbúnaði sem við ræddum um hvað héti, til hvers væri og hvort það væri til svona heima.

Þar sem allir fóru eftir fyrirmælum og höfðu hendur og fætur hjá sér þá leiruðum við í smá stund áður en hópastarfinu lauk.

Takk fyrir hópastarfið í dag

Tóta og Íslandshópur.

15 september: Í dag voru við í salnum. Við byrjuðum tímann að kynna okkur og segja hver er uppáhaldsliturinn er.

Læsi: þrjár örsögur voru lesnar og börnin svöruðu spruningum út frá sögunum. Dæmi: Pétur hitti Eddu í gær. Hún var með hund í bandi. Spurningar: Hver hitti Eddu? Hvenær hitti Pétur Eddu? Hvaða dýr var með Eddu? Var hundurinn laus?

Hreyfing/flokkun:

  • Fyrri leikur: Flokka litakalla eftir lit og heyfa sig eftir formunum á gólfinu (fætur=labba, fætur=skríða). Sjá myndasíðu.
  • Seinni leikur: Kasta grjónapokum í réttann hring. Sjá myndasíðu.

Enduðum tímann á að teikna og fara í veiðmann.

12. september: Við vorum í fremri stofu í tímanum í dag. Við byrjuðum tímann á að setjast í hring og syngja vinalagið, kynna okkur og klappa nöfnin (klappa atkvæðin).

  • Máluðum pappadiska (erum að undirbúa haustföndrið).
  • Kubba eftir fyrirmynd: Börnin fá mynd af mynstri og kubba til að útbúa mynstri í þrívídd.

8. september: Við byrjum hópastarfið á að setjast í hring og syngja lagið „Við eru vinir“. Eftir sönginn fórum við hring og hver og einn kynnti sig með nafni. Svo var hópurinn skipt í tvennt, annar hópurinn fór í risaeðluspilið (lita og forma spil) og hinn hópurinn fór í jöfnuspil.

Fínhreyfivinna: Perla

Við enduðum tíman á að fara í hring og klappa nöfnin, Sig-ur-steinn Gísl-i, Brí-et, Snæ-þór An-ton, El-mar Ár-ni, Vig-nir Le-ó, Þór-ar-inn, Heið-rún An-na. Svo syngum við og þökkuðum fyrir hópastarf.

5. september: Fyrsti hópastarfstíminn í dag. Við byrjuðum tímann á að velja nafn á hópinn okkar. Margar tillögur komu, Íslandshópur, Mömmuhópur, Leikhópur, Pabbahópur, Kubbahópur, Batmanhópur og Supermanhópur. Tillögurnar voru skráðar og börnin kusu um nafn á hópinn. Flest stig fékk nafnið Íslandshópurinn.

Læsi: Hvert barn fékk nafnið sitt á renningi, upphafstafinn sinn, blað til að skrifa á og penna. Við skoðum nöfninn og börnin æfðu að skrifa nafnið sitt eða upphafstaf.

Fínhreyfivinna: Klippa og líma. Hvert barn fékk nokkur blöð úr Legóbækling og úr fatalista, skæri og blað til að líma á. Börnin voru að æfa sig að klippa með skærum sjálf og að klippa út eitthvað ákveðið sem þau sáu á blöðunum. Svo máttu þau lita blaðið þegar þau voru búinn.

Við enduðum svo tímann á að kubba með einningarkubbunum.