hópur

20. mars. Nafnakall: öll mætt og Mikki líka. Lestur: söguna af Óskari og Stínu sem vildu nota SAMA litinn SAMTÍMIS ss: um vini sem reiðast og sættast. Verkefni: nú erum við að mála og líma bæði fyrir foreldrakaffið nk. föstudag og sýningu í ketilhúsinu í vor. Leikur: með ofurhetjukallana sem fá harða skelli og meðferð og eru brotnir hér og þar, vorum að kubba RÚM og notuðum þvottastykki fyrir sængur til að MILDA/BREYTA leiknum smá. Kveðja Þórlaug.

16.mars. 4 börn voru mætt í dag. Verkefni: klára að mála og skreyta leikmuni sem við ætlum að nota á SKEMMTUNINNI í SALNUM á morgun. Bless, bless Gunnhildur.

13. mars. Nafnakall: Andrés O, Hilmir Þ, Katrín E og Þórey B eru mætt en Ásþór B og Rakel eru veik, nú erum við að æfa okkur í að svara með HEIMILISFANGINU okka alveg svona reiprennandi. Málörvun: að segja frá, börnin drógu sér mynd/spil og segja frá í heilum setningum td: hvað sérð þú í afmælum? (mynd af kökusneið með einu kerti) osfv.            Verkefni: FJARAN, HAFIÐ og FLÆÐARMÁLIÐ skoðuðum bækur um hafið og lífið í sjónum þar sem marglittur vöktu áhuga, síðan sungum við um: Hákarlinn í hafinu….  börnin TEIKNUÐU sinn hákarl þar sem tennur voru áberandi, þetta er undirbúningur fyrir sýningu í Ketilhúsinu í vor. Leikur: í sal með blöðrur og diska, æfa sig að SKIPTAST Á vegna 4 börn en bara 3 blöðrur og einn diskur. ÞB.

6. mars.2017.  Öll mætt nema Hilmir þór. Málörvun: skiptumst á að draga spil og SEGJA FRÁ hvað er að gerast á myndinni. Öll fengu sína örsögu, börnin þurftu að TAKA EFTIR sögunni og segja/svara hvað var að gerast td: Þórey og mamma hennar fóru í Kjarnaskóg á sleða á miðvikudaginn. Hvað gerðist á miðvikudaginn? að lokum gerðum við TÁKN og HLJÓÐ á stöfunum okkar (þeim fyrstu í nafninu) og stöfum vikunnar þe: Gg og Uu. Verkefni: klipptum niður kreppappír og börnin völdu sér liti til að setja út í vatn og helltu á flöskur, gæti verið eins og regnbogi á litinn er flöskurnar öðruvísi í sólinni? Lestur söguna af Leyndarmálinu. Takk í dag þórlaug.

27. feb. Nafnakall: öll mætt. Málörfun: æfa sig að muna tvöföld skilaboð td: getur þú sungið Afi minn og…síðan gert táknið Aa? osfv.  Verkefni: lesið og umræður um bókina : Mínir einkastaðir.     Verkefni: æfa okkur að fara eftir fyrirmælum þe: TENGJA og LITA STAFI og MUNA fyrirmælin. Leikur: finna ANDSTÆÐUR td: finna mynd af ketti ONÍ kassa og mynd af ketti VIÐ HLIÐINAá kassa osfv…  Kv. Þórlaug.

23. feb. Öll mætt og tvö 3ja ára börn eru gestir í dag þe: hekla og Krummi (eldri börnin fóru í Hof) Málörfun: að para börnin drógu sér mynd og áttu að finna aðra mynd sem passaði við td: fótur og skór osfv…  næst drógum við spil með spurningum sem börnin þurftu að svara td: hvar átt þú heima? eða hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? osfv…  Lestur: Týgrisdýra-mottan. Leikur: „bandy“ með bolta og prik, LÆRA að hafa prikin NIÐRI við gólf og EKKI snerta með fót né hendi. Verkefni: „sullumall“ fórum í svuntur og límdum bóluplast á hendunar og stimpluðum á blað. Þórlaug og Gunnhildur.

20. feb. Nafnakall: í dag voru öll börnin mætt nema Ásþór Bói. Málörvun: rifjuðum upp AFMÆLISDAGANA okkar (sumir voru á reiki) síðan fórum við yfir STAFI vikunnar Óó og Ll þe: tákn og hljóð, að lokum drógu börnin sér spil með mynd og fyrirmælum td: hvað þarft þú að nota til að taka mynd? osfv..   Lestur: söguna af Kanínunni og Grænu slímugu slöngunni. Leikur: með fínhreyfingar að þræða sogrör á band. Takk í dag Þórlaug.

13.feb. Öll mætt. Málörvun: að ríma öll fengu setningar, rímið alveg að koma þe: skilningurinn út á hvað rímið  gengur….   Lestur: Sjálfselski krókódíllinn. Verkefni: spjalla SAMAN hvað passar saman td: skæri og blað en ekki skæri og dúkka… einnig fara eftir/muna fyrirmæi td: allir hringir eiga vera gulir og allir ferningar eiga vera bláir osfr. Leikur: með vatn í bala og sulla smá. Að lokum spiluðum við smá „blindu kúna“ ÞB:

9. feb. 2017. Nafnakall: öll mætt, 3 strákar+3 stelpur+1 kennari>7 manns í dag. Málörvun: upprifjun á nokkrum stöfum í nafninu okkar. Verkefni: klára tannverndar myndina og spjall um hvað er jákvætt fyrir MUNN og TENNUR. Verkefni: börnin teiknuðu ÖMMUR og AFA og sögðu hvað þau GERÐU með þeim (smá skráning) fyrir morgun-kaffi-boðið, svo amma og afi geti skoðað á morgun. Leikur í sal, leikurinn var bæði saman og síðan breyttist í hliðarleik (hávaði og læti) þá varð Hílmi Þór að orði: „þetta er vandræðagemsa leikur“    þá bætti Ásþór Bói við „já með byssum“. HVER stenst svona RÖK? Kv. Þórlaug

6.feb. Í dag héldum við upp á DAG LEIKSKÓLANS með því að bjóða upp á mismunandi LEIKI og VERKEFNI á deildum td: var boðið upp á föndur á Bangsadeild, tilraunavísindi á Kisudeild  á Kríudeild var nudd og rólegt „cósy“ í salnum var Lundadeild með dansleiki. ÞB.

30. jan. Öll mætt nema Ásþór. Málörvun: TENGJA stafi á disk með stöfum á klemmum og æfa okkur hvernig NAFNIÐ okkar er, gekk mjög vel.  Drógum MYNDIR/SPIL og sögðum frá td: pakkinn er undir borðinu eða tigrisdýrið er bak við…   Foræfing í barna heimspeki: Bubba byggir og prinsessu umræða (skráning) erum við ALLTAF við?   Verkefni: klippa ANDSTÆÐUR og líma tengja-saman meðan við spjöllauðum saman td: snjókall og eldur, fíl og mús  osfv. Þórlaug.

27. jan. Ekkert hópastarf í dag vegna börnin í Jarðaberjahóp eru veik heima nema Hílmir sem fór út að leika.

23. jan. Hópastarf féll niður í dag vegna BÖRN úr 6. bekk Lundarskóla komu að LESA og LEIKA með okkur í dag.

15. jan. 2017. Öll mætt en Ásþór Bói er veikur. Málörvun, lesa RÍM-SÖGUNA: Gleym mér ey. Skoða í stafakassana Hh og Kk (það eru stafirnir þeirra Hilmis og Katrínar). Síðan skiptust börnin á aðTENGJA STAFA-DISK og STAFA-KLEMMU. Verkefni: æfa GRIP og mála með svampi og Þvottaklemmu. Leikur: hlutverkaleikur og æfa  INNIRÖDDINA. Stelpurnar entust ekki í hnoðinu/ærslunum þær fengu sér sæti við borð og fóru að leika með dótið úrSTAFABOXUNUM. Þórlaug.

12. jan 2017. Nafnakall:  öll mætt. Málörvun: skoðuðum og bættum hlutum í STAFAKASSANA (þe. litlir kassar með HLUTUM sem eiga SAMA upphafstaf) Aa – Þþ – Rr og Áá, í næsta tíma gerum við H og K ss: upphafstafir barnanna í Jarðaberjahóp. Spil: með myndir sem sýndu: GLAÐUR-GLAÐARI GLAÐASTUR eða orm sem er LANGUR og LENGRI og LENGSTUR þessi stigbeyging lýsingarorða  ruglaði börnin auðveldlega td: er fólk meira glatt að eiga afmæli eða fá ís?  Verkefni: æfa sig að TEIKNA höfuðfætling. Leikur: með FORM og tengja við ákveðinn LIT. KV. Þórlaug.

9. jan 2017. Góðan dag. Jarðaberjahópur byrjaði á því að kynna sig síðan æfðum við nokkur hugtök eins og „fyrir framan“ og „aftan við“. Svo spiluðum við stafaspil og lékum okkur svo saman. Takk í dag Jana og Jarðaberjahópur.

5 stelpur völdu fyrri þuluna env3 strákar völdu Geira í sveit svo við urðum að eni-mena, þannig að við ætlum að ÆFA/LÆRA okkur á þulunni um Geira í sveit.  Verkefni gera flugelda-sprengu mynd úr lími og litadufti. Leikur mismunandi HLUTIR úr plasti, tré, málmi líka mismunandi á LITINN, börnin VÖLDU sér hlut og æfðu sig að SEGJA okkur hinum hvað – hvernig og til hvers hluturinn er….    Takk í dag Þórlaug.

12. des. 2016. Í desember hefur Jarðaberjahópur verið að undirbúa jólin ss: gjöfina fyrir pabba og mömmu, gera engil í englavikunni, líma könglakrans en við erum líka í málörvun og æfa okkur að RÖÐIN komi að…. aðventu-kveðjur Þórlaug.

28. nóv. 2016. Nafnakall: börnin eru alveg að ná að svara sínu nafni án þess að trufla hvert annað svo við höldum áfram að aga okkur ss: sitja  þegar á að sitja og svara þegar á að svara og bíða eftir að röðin komi að manni (mism. erfitt en við eru bara 6 í Jarðaberjahóp). Málörvun öll fengu sína örsögu ss: að HLUSTA Á og SVARA síðan úr sögunni sinni td: Atli á afmæli hann verður 7 ára. Hann ætlar að bjóða Huldu og Einari. Hver er að verða 7 ára ? hverjum ætlar hann að bjóða? osfv. Síðan gerðum við TÁKN og HLJÓÐ með Mm og Tt sem eru kynntir í þessari viku Lestur: sagan af Tigrisdýra-mottunni. Spila: æfðum okkur að bíða eftir að röðin komi í mynda-lottóinu. Leikur: með form/ramma og kasta litlu hrísgrjóna-pokunum í gegn. ÞB.

24. nóv. 2016.  Öll mætt en Mikki er í fríi. Málörvun: leika með HUGTÖK ss: hver vill LANGT og MJÓTT brauð? eða STUTT og BREYTT? hvernig á að DRAGA, ÝTA osfv. Verkefni: að mála og sulla smá, með uppáhalds -litnum okkar, hvað gerist þegar annar blandast???? Leikur í SAL með FORM sem hægt er að fara í gegnum. Lita spjöld og ÞRÆÐA í gegn um. ÞB.

21. nóv. 2016. Nafnakall: öll mætt nema Mikki. Málörvun: HLJÓÐ og TÁKN með Lubba og málbeinið síðan æfðum við (stigbeyja lýsiningarorð) stór – stærri – stærstur og fyrir framan og bak við ss: mismunandi HUGTÖK. Spil: bíða eftir hvert öðru með TÖLUR og FJÖLDA og tengja saman. Verkefni: stimpla, mála með eyrnapinnum. Leikur: sjálfsprottinn kisuleikur annað hvort voru þau öll kisur eða skiptust á að vera litla kisa, stóra kisa, vonda kisa og kisa sem vernda. ÞB.

17. nóv. 2016. Öll mætt nema Mikki.  Málörvun ætlum að læra eitthvað af ÞULUNNI: Sól skín á fossa/segir hún Krossa osfv. æfðum okkur að endurtaka, rappa en þessi þula var valin af því Ásþór var í „sveitinni sinni“ og sagði okkur frá læstu hliði svo kýrnar kæmust ekki…. Verkefni: SPORA og æfa GRIP (tók myndir) börnunum gekk vel að spora en gripin voru mismunandi. Verkefni: STIMPLUÐUM með lófunum og skreytum seinna, þegar málningin þornar. Leikur: hlutverka -leikur með verkfæradótinu. Aðal verkefni Jarðaberjahóps: SKIPTAST Á og BÍÐA EFTIR AÐ RÖÐIN KOMI AÐ…. td: öll fengu 2-3 pússlukubba síðan létum við röðina ganga og þau röðuðu í pússlið þar til það var búið. ÞB.

14. nóv. 2016. Öll mætt í dag. Málörvun öll fengu setninu til að RÍMA við ss: æfa hlustun og athygli hvað var að gerast í örsögunni td: Mamma Hilmis bakaði súkkulaðiköku í gær. Hver bakaði í gær? hvað bakaði hún oþh. Verkefni æfa sig að MERKJA blaðið sitt með sínum STAF og lita svo og mála á það. Leikur: börnin draga hlut og fá FYRIRMÆLI td: settu grísinn FYRIR FRAMAN hurðina, láttu þyrluna í MIÐ gluggann osfv. Þórlaug.

10. nóv. 2016. Nafnakall, öll mætt nema Mikki, börnin æfa sig að svara stolt og snjöll.  Málörvun hlusta/giska á mismunandi HLJÓÐ frá (bak við töflu) ss: hella vatni milli glasa, klippa með skærum, rífa pappír, smella í góm og allskonar þessi leikur fékk hámarkshlustun.  Verkefni: óli prik þe. raða formum og líma á blað, síðan sungum við óla prik saman og teiknuðum andlit á hann. Leikur með athyglina og fara eftir tvö- og þreföldum skilaboðum td: finndu 3 græna kalla, náðu í bláan þríhyrning og…  Spiluðum dóminó og æfðum að bíða eftir að röðin kæmi. ÞB.

7. nóv. 2016. Öll mætt, æfa sig að svara sínu nafni. Málörvun notuðum mynda-lotto og sungum: hver á, hver á br- br-brunabíl? öll þurftu að bíða eftir sínum myndum til að spilið gengi upp, við höldum áfram að ÆFA að RÖÐIN komi að…. Leikur blása sápukúlur með rörum. Spila samstæðuspil stutt en hnitmiðað þe: einbeiting, bara velja tvö spil, og muna samstæðuna sína. Lestur sagan um strákinn sem átti að reka svínið heim en svínið sagði „nei“ þá bað strákurinn spýtuna, eldinn, vatnið osfv. það mátti heyra saumnál detta í sögustundinni. Þórlaug.

3. nóv. 2016. Nafnakall, börnin æfðu sig að svara án þess að hin börnin trufli  (svari fyrir hvert annað og þh.) Málörvun notuðum bókina: Stafirnir okkar og skiptumst á að gera hljóð og tákn. Verkefni: spila samstæðuspil til að æfa okkur að SKIPTAST Á, hafa stjórn á virkni sinni og nota innirödd, svo kraftur og virkni verði ekki bara ringulreið. Leikur með ljósaborðið og gera form og skugga. Verkefni í lokin fórum við í 3ja sinn í SAMRÆÐUNA hvernig RÉTTLÁTAST væri að skipta kökunni og þurfa þeir sem eru stórir að fá stærri bita en litlir? af hverju? Takk í dag Þórlaug.

27. okt. Nú byrjum við aftur eftir smá vetrarfrí í hópastarfinu. Við byrjuðum á hefðbundnu nafnakalli, öll eru mætt í dag en Mikki er í fríi. Málörvun: MYNDIR á borði og STAFIR í poka, börnin draga og segja HLJÓÐ og gera TÁKN og æfum að TENGJA mynd og hljóð.                 Verkefni getum/kunnum við að skrifa NAFNIÐ OKKAR? börnin FUNDU SITT blað, með sínu nafni á og æfðu sig að spora og fara eftir fyrirmælum. Verkefni (klípusaga) með tvemur litlum böngsum og einum stórum EN hvernig er RÉRTTLÁTT að SKIPTA nestinu…. Hópurinn ÞARF að æfa þennan leik betur í næstu viku…  Lestur: söguna af Láru sem elskaði að búa til allskonar HLJÓÐ svo foreldrar hennar ákváðu að senda hana í Tónlistarskóla. Leikur við prófuðum að búa til hljómsveit úr eldhúsdótinu okkar í smá (pínu) stund. Takk í dag. ÞB.

17. okt 2016.

Öll mætt og Mikki líka – nú verðum við að taka HÓPMYND af JARÐABERJAHÓP.  Málörvun: TELJA  upp í 5 og FLOKKA saman tölustaf og fjölda td: 3 og 3 risaeðlur (gekk ekki). Sungun um fingurna og 10 indjána, 3 apa upp í tré osfv.  Leikur með FÍNHREYFINGAR taka dúska upp með steikara töng og bíða eftir að röðin komi að manni. Verkefni með vatnsliti. Takk í dag Þórlaug.

13.okt. 2016.

Öll mætt nema Mikki. Málörvun: börnin fengu sína RÍM SETNINGU td: Ásþóri finnst gaman í skóla en hann kann líka að hjóla osfv. Leikur í sal smá stund.  Verkefni TEIKNA á blað með litabíl æfa GRIP og stýra bílnum í „krass og krot“ Lestur: hlusta á eigingjarna krókódílinn.  Leikur með HUGTÖK börnin fengu pakka í pósti EN einn var of þungur annar of grimmur, langur osfv. ÞB.

10. okt.2016.

Öll mætt nema Mikki.  Málörvun æfa RÍM og RUGLURÍM td: enni – penni, tá – há osfv. Segja börnunum örsögur og börnin endur segja eða svara td: á fimmtudaginn bakaði mamma Katrínar súkkulaðiköku. Hver var að baka? hvaða dag bakaði hún? osfv. Lestur: sungum vikudagana og mánuðina með táknum, lásum um: Sísvöngu lirfunaog söguna um litla krókódílinn sem vildi bara borða börn.  Verkefni æfa GRIP og SPORA, tengja FORM og LIT þe: fara eftir fyrirmælum (eða ákv. útkoma).Leika með sérkennsludót að tengja saman LIT og FJÖLDA. ÞB:

6. okt. 2016

Öll mætt en Rakel er veik og Mikki í fríi.  Málörvun: skoðuðum bók um „fyrir framan og bak við“ td: ef sjónvarpið bilar þá þarf að fara bak við og skoða leiðslur og skrúfur eða hvað snýr fram  og aftur á skjaldböku? öll fengu sína mynd að skoða og segja frá.  Verkefni: Höndin mín, stimpla þumalfingurinn minn og teikna síðan þurfum við að mæla lengdina á honum við tækifæri. Til að nota BAKHLIÐ verkefnisins þá æfðu börnin sig að TENGJA saman jólin, páskana og 17. júní td: passar saman jólatré og páskaegg? börnin fengu aðstoð að draga strik á milli til að skilja fyrirmælin. Takk í dag ÞB.

3.okt. 2016.

Öll mætt en Mikki og Ásþór eru í fríi.  Málörvun: skoðuðum bók um hávaða og kyrrð td: hvort heyrist hærra í geltandi hundi eða ketti sem læðist??? Skoða myndir og RÍMA saman td: að keyra rímar við að heyra osfv. öll fengu sína mynd til að ríma.  Lestur söguna af eigingjarna flóðhestinum sem kunni EKKI að skiptast á, börnin fengu klípu spurningar td: hvort maður væri jákvæður að hegða/gera  eins og hann. STAFIR vikunnar eru Gg og Uu fundum ýmsa hluti sem byrjuðu á G og U sungum og gerðum TÁKNIN þeirra. Lestur söguna af Systu sem gat ALLT SJÁLF þó hún væri bara 2ja. Leikur með stafamottuna og stafi. Takk í dag ÞB.

29. sept. 2016.

Nafnakall öll mætt en Mikki og Rakel eru í fríi. Málörvun eni menum og drögum spil með hlut eða aðgerð og æfum okkur að SEGJA frá td: Andrés dró ausu og sagði: „til að ná í súpu“, Hilmir dró fataskáp og enginn vissi til hvers þeir eru osfv. Klöppuðum nokkur orð í atkvæði.  Lestur söguna um 3 kettlinga sem þurftu að vera aleinir úti í skógi yfir nótt til að æfa sig að verða sjálfstæðir.  Verkefni  litia með grænum litum.  ÞB.

Nafnakall: öll mætt en Rakel og Mikki eru í fríi.  Lestur: sagan af stráknum sem átti að sækja grísinn sem vildi ekki koma heim og þá fékk hann ekkert að borða þá bað hann spýtuna um aðstoð, síðan eldinn , vatnið osfv.  Málörvun. BULLURÍM td: er þetta hólf? nei þetta er gólf, öll fengu sitt rím. Klöppuðum nöfnin okkar (þe: atkvæðin) og gerðum TÁKN fyrir fremsta stafnum.  Spil: skiptumst á að veiða fiska merkta TÖLUSTÖFUM og börnin þurftu að finna jafnmarga hluti, en aðallega BÍÐA eftir að  röðin kæmi að manni.  Leikur: með litaða poka og flokka og telja í rétta hringi. Síðan æfðum við magavöðvana með því að HANGA í hringjum og rimlum og LYFTA hnjánum og þá fórum við beint í afmælið henna Þóreyjar Brynju. Kv. Þórlaug.

22. sept 2016.

Nafnakall: öll mætt en Mikki í fríi og Rakel kom seint.  Málörvun: drógum spil og æfðum fleirtölu td: þetta er köttur en þarna eru kettir osfv. öll fengu að spreyta sig.  Verkefni: skoða mism. lauf  og þurrkuð blóm til að LÍMA haustmynd.  Leikur: með ljós og skugga í gamla myndvarpanum. Málörvun: draga spil og tala saman hvo er stærri – mýkri -harðari osfv.  Leikur með prik/töfrasprota æfa sig með framlengingu af sjálfum sér á þess að meiða sig og aðra. Verkefni lita og mála með öllum RAUÐU litunum. Þórlaug.

19. sept. 2016

Nafnakall öll mætt, en sum eiga erfitt að svara fyrir framan hópinn en við höldum bara áfram að æfa SJÁLFSMYNDINA.  Málörvun: klöppuðum nöfnin okkar, hlustuðum á RÍM og SKIPTUMST á að svara  td: Andrés er að mynda nei hann er að synda osfv. Lestur söguna af : Freka Krókódílnum sem vildi ekki skiptast á… Spil fórum í Lottó. Þá langaði/bað Ásþór um að lita, á meðan börnin lituðu tók kennari til 7 hluti, jafnmarga og þau, síðan var Eni menað hver ætti að byrja og kennari tók einn hlut og þau skiptust á að finna út hvaða hlut vantaði, æfðu einbeitingu og fá vísbendingar. Kennari gerði tilraun til að ná hópmynd af því Mikki var mættur, mikið fjör og kæti etv. komast einhverjar myndir á heimasíðuna. Kveðja Þórlaug.

15. sept. 2016.

Nafnakall og börnin æfa sig að svara hátt og skýrt „hér er ég“, sungum saman: Við erum vinir. Málörvun og verkefni: byrjuðum að syngja Gulur,rauður,grænn osfv.  Síðan LÍMDUM við fleiri liti á málningaMYNDINA  frá síðasta tíma. Næsta verkefni var framhald af gönguferð undan- farnar 2 vikur þar sem við leituðum að UMFERÐAMERKJUM og æfðum okkur á UMFERÐALJÓSUNUM hjá Lundarskóla og KA heimilinu. Þá fórum við í KLIPPI-verkefni bæði að klippa eftir FYRIRFRAM ákveðinni línu, æfa samhæfni og kennari sjá grip barnanna (Katrín E örvhent ?) SAMLEIKUR, börnin flokkuðu liti og dýr (úr sérkennslu verkefnunum). Sem sagt nokkrir, stuttir leikir  skiptum áður en athygli barnanna þraut. Þórlaug.

2. sept. 2016.

Öll mætt  nema þórey, það eru 2 stelpur+3 strákar+1kennari = 6 í Jarðaberjahóp.  Málörvun: sungum og klöppuðum nöfnin okkar reyndum að telja hve mörg klöpp komu. Verkefni: mála með þekjulitum og æfa GRIP, mikið fjör og mikið blandað á blaðið sitt svo allt í einu búið nema Katrín E. sem hélt áfram að mála og mála „skrítinn kött“. Leikur: í varðveislu hlutar þar sem kennari faldi EINN lítinn hlut undir dós (notaði 3 eins) síðan rugluðum við þeim og þau þurftu að einbeita sér aðfinna rétta dós. Annar leikur að HORFA og SEGJA frá, nokkrum hlutum raðað fyrir framan börnin og breitt yfir síðan fjarlægir kennari einn hlut og börnin geta upp á en fær vísbendingu ef þarf ss: nota athygli og einbeitingu. En aðal VERKEFNI hópsins er að nota innirödd og æfa samskipti og hafa gaman saman. Takk í dag Þórlaug.

8. sept. 2016.

Í nafnakalli voru öll börnin mætt nema Þórey og Katrín. Við lásum söguna Greppikló og velltum henni fyrir okkur. Næst gerðum við smá verkefni í hugtakaskilningi, notuðum einfaldar myndir og spurningar td:“ hver er STÆRSTUR, í miðjunni osfv. Enduðum í leik til að æfa færni í að BÍÐA og SKIPTAST á. Elín Helga.

 

5. september 2016.

Í fyrsta tíma haustsins með yngstu nemendum Bangsadeildar var fjör. Við byrjuðum samt á hefðbundinn hátt, reyndum að róast (sungum Vinalagið) og gera SAMAN og HLUSTA.   Nafnakall: öll mætt nema Mikki og Rakel. Málörvun: klöppuðum nafnið okkar og töldum klöppin (með einbeitingu og hlustun) síðan skoðuðum við fyrsta STAFINN í nafninu okkar og gerðum HLJÓÐ og TÁKN fyrir okkar staf.  Verkefni: byrjuðum að TEIKNA sjálfsmynd, fyrst völdu börnin sinn uppáhaldslit og tiknuðu sig eða… síðan fara eftir FYRIRMÆLUM og æfa afstöðu hugtök td: taktu MINNSTA indjánan og settu hann FYRIR FRAMAN tjaldið osfv. öll spreyttu sig og ryndu að bíð eftir að röðin kæmi…..  Lestur: söguna um að senda bréf til Dýragarðsins og ósa eftir gæludýri sem er ekki of stórt, þungt, langt, grimmt osfv.  Leikur: frjáls SAMLEIKUR í salnum með mottur til að raða og rúlla og æfa innirödd. Þórlaug.