hópur

Hvað erum við að gera í hópastarfi?

3. janúar 2017

………………………………….

20. des og 22.des

hópastarf féllur niður – jólarólegheit.

15. des

Börnin voru áfram að jólaföndra, jólatré og hreindýr.

13.des

Englahópastarf, börnin voru að föndra engla og jólasvein.

8.des

Hópastarf féll niður – myndataka

6.des

Allir hópar að útbúa jólagjöf handa mömmu og pabba.

1.des

Hópastarf féll niður – foreldraföndur

29. nóvember

Allir hóparnir voru saman í hópastarfi að útbúa jólagjafir fyrir foreldra sína – algjört leyndó hvað hver gerði fyrir sína foreldra.

24. nóvember

Hópurinn fór niður í kjallara að mála, stimpla, spreyta og spjalla – útbúa fínasta snjókarla listaverk.

22. nóvember

….

17. nóvember

Í dag byrjuðum við á því að þæfa ull … sulla með ull, vatn og sápu. Næst máluðum við keilurnar okkar að innan, svo klipptum við stóran hring, lituðum hringinn og límdum á hringinn nef !

15. nóvember

Hópastarf féll niður vegna manneklu

10. nóvember

Í dag var helgu- og birgittuhópur saman í hópastarfi. Börnin máluðu öll. Lásum áfram Snjókarlasöguna og spjölluðum um atriði innan sögunar, t.d. hvað er hjálpsemi? Enduðum svo á því að teikna snjókarl á stórt blað.

8. nóvember

Börnin fóru öll saman í leikhúsið/samkomuhúsið 🙂

3. nóvember

Í dag var Helgu- og Birgittu hópur saman í hópastarfi. Börnin byrjuðu á því að stimpla fæturnar, helgamaría málaði iljarnar á börnunum og þau löbbuðu yfir maskíupappír. Næat hlustuðu börnin á stutta snjókarlasögu sem helgamaría las og hópurinn ræddi síðan sman um söguna eins og t.d. getur snjókörlum orðið kalt? Því næst teiknuðu börnin inní stimplið sitt, sem sagt teiknuðu snjókarla 🙂

 1. nóvember

í dag fórum við yfir allskonar … Við spiluðum tölustafaspil saman. Við kostuðum teningum til skiptis og fundum eins tölustafi á prenti. Við fórum enn og aftur yfir grunn-formin og nöfn þeitta. Við fórum líka enn og aftur yfir upphafsstafina okkar og æfðum okkur að skirfa nöfn okkar á tússtöflu. Við æfðum okkur síðan að klippa – munið að æfingin skapar meistarann!

 1. október

Allir setast í hring og klappa taktinn í nöfnunum sínum – rétt eins og við gerum alltaf í upphafi hópastarfsins (dæmi: ég heiti Hel – ga en hvað heitir þú?) leika okkur líka með orðin eins og skúffukaka, kleina, kringla og rjómaterta, hve mörg klöpp?

lesa söguna um hana Búkollu og ræða innihald sögunnar – samræða til náms.

kynna 4 orð úr sögunni, orðin hár – vatn – eldur – fjall.

Ræða um orðin og skoðaði myndirnar sem fylgdu þessum orðum. Hvaða stafi á hár H, Á og R, ? Hár á þrjá stafi og ef maður sleppir h-inu þá stendur ár eins og við 4 ár síðan við fæddumst …

prófa að spila lottó/bingó með þessum orðum. Og prófa að skrifa þessi orð …. eftir fyrirmynd!

finna frauðstafi til að mynda orðin hár – vatn – eldur og fjall. (börnin fá þá fyrirmyndir og prófa að mynda öll orðin.

sjá samræðuskráningu á korktöflunni okkar

 1. október

= féll niður vegna starfsmannafundar

 1. október

Í dag spiluðum við á spil allan hópastarfstíman, við fórum í Olsen olsen og veiðimann.

 1. október

Í dag vorum við að læra bókstafi og form! Börnin skrifuðu nöfnin sín, límdu svo stafinn sinn á blað. Þá skoðuðu upphafsstaf hvort annars og lærðu J Næst rifjuðum við upp heitin á formunum. Þá drógum við formin uppúr töfrahatti og sögðum heiti þeirra. Þá fórum við í forma-leiki í Ipadinum.

 1. október

Í dag vorum við að skoða formin og læra heiti þeirra. Við prófuðum að teikna formin. Við fórum í forma-leik í Ipadinum. Við lásum bók um formin. Við veiddum formin uppúr opka og söðgu frá þeim. Næst fórum við enn og aftur yfir tölustafina 1-10 og hvað þeir þýða (tveir þýðir t.d. tveir steinar). Síðan dróg uallir tölustafi uppúr poka, lásu á tölustafinn og töldu jafnmarga steina.

 1. október

Allir voru saman í hópastarfi í dag vegna manneklu. Við skemmtum okkur mjög vel í hópastarfi og fórum í stólaleikinn. (stólum raðað í hring, tónlist spiluð og börnin dansa hringinn í kringum stólana, síðan stoppar tónlistin og þá á að finna sér stæi … einn og einn stól tekin úr… og þannig skapast spenna). Enduðum síðan á dansiballi og húllumhæi!

 1. október

Bleika- og rauðahóp & Rósahópi saman í hópó. Við vorum að Para saman rím t.d. hestur prestur. Finna sér tölustaf (lesa eða telja hvað táknið heitir). Sækja jafnmarga bangsa og ferðast með bangsana á maganum sínum – ganga eins og könguló. Setja þá bangsana á spjaldið t.d. 3 bangsa á spjaldið þar sem stendur 3. Taka sér bókstaf og ferðast með hann á maganum að stafateppinu, finna þareins staf og leggja „farþegann sinn“ niður þar. Endurtekið aftur og aftur því frauðstafirnir/ „farþegarnir“ eru 72. Gaman saman að læra í gengum leik og hreyfingu J

 

 

 

 1. október

Í spjölluðum við saman vel og lengi, t.d. veltum við fyrir okkur hvað er meira en eitthvað? Og hvað er minna en eitthvað? Næst leiruðum við upphafssafinn okkar og bökuðum síðan leir-stafina. Við lituðum síðan inní hendurnar okkar og stimpluðum hendur á gluggan okkar.

 

6.október

Við vorum inná sal, bæði Helguhópur og Birgittuhópur. Börnin voru að : 1) Para saman rím t.d. hestur prestur. 2) Finna sér tölustaf (lesa eða telja hvað táknið heitir). Sækja jafnmarga bangsa og ferðast með bangsana á maganum sínum – ganga eins og könguló. Setja þá bangsana á spjaldið t.d. 3 bangsa á spjaldið þar sem stendur þrír. 3) Taka sér bókstaf og ferðast með hann á maganum að stafateppinu, finna þareins staf og leggja „farþegann sinn“ niður þar. Endurtekið aftur og aftur því frauðstafirnir/ „farþegarnir“ eru 72. = Gaman saman að læra í gengum leik og hreyfingu 🙂

4.október

Við vorum að ræða saman um til dæmis hvað er meira en eitthvað og hvað er minna en eitthvað? (endurtókum aftur og aftur mismunandi uppsetningar) Við leiruðum upphafsstafinn okkar og stungum leirstöfunum í ofninn. Við lituðum inní hendurnar okkar og stimpluðum hendurnar á gluggann.

 1. september

Ætlum við að mæla hæð og þyngd og setja inní möppuna okkar. Þá ætlum við líka að stimpla hendur og teikna sjálfsmynd… það fer líka í möppuna

 1. september

Vorum inn á sal með Birgittu Ósk og hennar hóp að spila bæði minnis spil og söguspil. Helga María var í aðstoðarleikstjóra vinnu.

 1. september

Vorum í heimspekisamræðu um eigingjarna Flóðhestinn, samræðan gekk vel „má skilja út utan“ „má bara segja nei, engin kemur hér í sundlaugina, ég vill vera einn“ . Næst veltum fyrir okkur stöfunum okkar, litlum og stórum og skrifuðum þá inn á blað, litlu og stóru upphafsstöfunum okkar. í lokinn æfðum við okkur að klippa og ræða um umferðaregluna, stopp, horfa hlusta og labba yfir ef engin bíll er.

 1. september

Vorum að gera haustlitamyndir (mála, líma, stimpla og útbúa glæsilegt listaverk)

 1. september

Vorum að klappa taktinn í nafninu okkar og fara yfir hvar við eigum heima svo og hvað mamma og pabbi heita. Næst spiluðum við (notuðum tening og ægðum okkur í að telja og færa kallana okkar eins marga reiti og teningur sagði til um). Því næst fórum við í skynjunarverkefni (fara með höndina inní og finna eins áferð á beini … spil sem kallast Ruff.) Að lokum skoðuðum við stafina A og L (staf vikunnar og flokkuðum myndir í stafahús sem eiga þessa starfi. Inda var með hópunum í hópastarfi, Helga María var í aðstoðarleikstjóra vinnu.

 1. september

Vorum inn á sal og leika og teikna með Gunnhildi. Helga María var í aðstoðarleikstjóra-leik, sem sagt sinna því starfi J

 1. september

Rauði og bleiki hópur byrjaði á því að klappa taktinn í nafninu sínu og segja hvenær þau eiga afmæli og einnig fór hópurinn yfir grunnlitina (allir kunna þá ). Hópurinn spilaði síðan froskaspilið, minnisspil og söguspil. Því næst skoðuðum við umferðaljósin okkar og ræddum um hvað rauða ljósið þýðir og það græna! Eins ræddum við um hvar á að sitja í bil og í hvernig stóll J Allir í belti og börn í bílstólum.

 1. september

Fyrsti hópastarfstíminn okkar saman. Við komum með tillögur að nafni á hópinn og tillögurnar voru bleiki, rauði og borshópur … kosið var á milli nafna og  niðurstaðan varð að bæði rauði og bleiki hópurinn tékk tvo stig = Ákveðið var að við heitum Rauði og bleikihópur. Næst ræddum við um nöfnin okkar, stafina okkar og taktinn í nöfnunum okkar, til dæmis Ja-ki. Þá næst ræddum við um haustið (engin skildi reyndar hugtakið fyrst) Við ræddum um tré og hve mikið þau breytast. Þá máluðum við tré, límdum gras, stimpluðum sól og tússlituðum geisla inná myndina, svo og límdum við gimsteinn á myndina.