hópur

27. október 2016

Í dag var stöðvavinna þar sem unnið var með fínhreyfingar. Börnin skiptu um stöð á 10 mínútna fresti.

18. október 2016

Í þessum tíma gerðu börnin myndasögu.

13. október 2016

Í dag æfðu börnin sig að klippa. Síðan gerðu þau laufblað og lirfur sem hanga inná deild.

6. október 2016

Í dag var málörvun.

4. október 2016

Í dag voru börnin að æfa sig að skrifa nafnið sitt, sem gekk ljómandi vel. Einnig teiknuðu börnin höndina sína sem fer í möppuna þeirra. Einnig lásum við örsögur sem efla minni barnanna.

29. september 2016

Í tímanum í dag máluðu börnin laufblaðamynd. Einnig fingramáluðu börnin nafnið sitt þar sem við erum farin að vinna með nöfn barnanna. Síðan teiknuðu börnin sjálfsmynd.

27. september 2016

Í dag spiluðum við. Við spiluðum söguspil og minnisspil.

22. september 2016

Í þessum tíma vorum við í málörvun. Við unnum að verkefnum tengdu rími og samsettum orðum. Einnig fórum við í hreyfileik þar sem unnið var með hugtakaskilning.

20. september 2016

Í dag vorum við að vinna með umferðarþema þar sem reyndi á fínhreyfingar barnanna við að klippa og lita umferðartengd verkefni.

15. september 2016

Í þessum tíma unnum við með haustið. Börnin límdu fuglaber (sem þjálfaði fínhreyfingar barnanna) og létu þau mynda form (ferning, ferhyrning, hring, þríhyrning og trapísu). Síðan límdu þau laufblöð inní formin og kom þetta rosa vel út 😉

13. september 2016

Í dag vorum við að vinna með fínhreyfingar. Það var stöðvarvinna og voru 5 stöðvar og skiptust börnin á stöðvum á 10 mínútna fresti. Þeim fannst þetta svaka gaman og krafðist mikillar einbeitingar 😉

8. september 2016

Í tímanum í dag kusu börnin um nafn á hópnum okkar og heitir hópurinn nú Rósahópur. Við lásum aðra bók um Krakkana í Kátugötu og ræddum um mikilvægi bílstóla og öryggisbelta. Síðan æfðu börnin sig að fara yfir götu.

6. september 2016

Í dag var fyrsti dagurinn í hópastarfi og nýttum við hann til þess að kynnast aðeins. Börnin komu með hugmyndir  að nafni fyrir hópinn og komu margar áhugaverðar hugmyndir. Í næsta tíma verður síðan kosið um nafn. Einnig lásum við bókina Krakkarnir í Kátugötu.