Lambahópur

Andrea       Arnþór Hrafn      Kristel Ragnheiður      Selma Rós       Tryggvi Steinn

24. nóvember
Byrjuðum tímann á því að setjast saman  á gólfið og syngja vinalagði, því næst fórum við í „hver á, hver á“.
Því næst fórum við að vinna með tónlist og tilfinningar. Sátum saman og skoðuðum myndir af hundi að gráta, reiðum apa, glöðu ljóni, döprum bláum fugli, fíl að sprauta vatni, hænu á hlaupum og hræddri kisu. Spjölluðum svo um hvernig dýrin hreyfa sig, hvernig þeim líður og af hverju þeim líður svona.

Hlustuðum síðan á tónlist og reyndum að gefa dýrunum hlutverk þar. Hvað er að gerast ? Er þetta Blái fuglinn sem meiddi sig á kinninni ? Er þetta hrædda kisan sem klemmdi sig á tásunni ? Er glaða ljónið að leika sér ? Sátum bara saman og hlustuðum og spjölluðum.

Sama lag síðan sett aftur á og núna stóðum við upp og hreyfðum okkur um gólfið. Reyndum að ímynda okkur hvenær reiða kisan kæmi, glaða ljónið, reiði apinn, dapri fuglinn og hin dýrin kæmu. Vorum að æfa okkur í að hlusta, heyra hvenær tónlistin breyttist og ímynda okkur hvaða dýr væri að koma eða hvað dýrin væru að gera og hvernig þeim liði.
Síðan var allskonar tónlist sett á fóninn og þau hreyfðu sig frjálst. Stundum þurftum við að hlaupa eða hoppa, stundum að læðast eða stoppa.
Hvernig líður okkur ? Erum við glöð ? Döpur ? Hrædd ?
Flottur hópur og mjög gaman að vinna með þeim 🙂
Takk í dag, kveðja Helga

17. nóvember
Í dag var margt og mikið brallað.
Eftir að allir voru búnir að kynna sig og syngja vinalagið fórum við í „Hver á, hver á, hver á… A?
Skelltum okkur svo í verkefni í Hugleik  samræður til náms. Þar vorum við með dýramyndir og börnin tjáðu sig um líðan þeirra. Svo reyndum við að ná fram afhverju þeim líði svona og þá komu ýmis svör. Nánari lýsing verður á sérblaði á vegg frammi á gangi.
Við fórum í vísuna: „Buxur, vesti, brók og skó“ í tilefni Dags íslenskrar tungu. Fengum vísuna með stráknum sem þau lituðu svo.
Svo lukum við hópastarfi með því að fá stafinn okkar, lituðum hann og svo ætlum við að klippa hann næst.
Takk í dag,
Kristel, Tryggvi, Andrea, Selma, Krummi og Svala

10. nóvember

Lambahópur kom til mín í myndlistina í dag, við byrjuðum á að kynna okkur með nafni,
og sungum saman vinalagið. Næst lærðum við nöfnin á litunum Gulur,rauður,grænn og blár,
fengum svo blað til að mála með þessum litum, flottar myndir :).
Næst fengum við litil pappa spjöld og prófuðum að mála á þau.
Fengum okkur svo ávaxtabita og hlustðum á sögu áður en við skelltum okkur út að leika.

Takk í dag
Andrea,Krummi,Kristel,Selma,Tryggvi Steinn og Sindri

 

3. nóvember

Lambahópur var í salnum í dag, við byrjuðum á því að setjast í hring og kynna okkur með talpriki, það gekk svo vel að við prófuðum líka að kynna okkur og segja hvað er uppáhaldsliturinn okkar, það gekk einnig mjög vel 🙂 Lékum okkur síðan aðeins með stafina okkar „hver á, hver á, hver á K, það er hún Kristel“.

Rúlluðum bolta á milli og vorum að æfa okkur að segja nöfn hvors annars, d: Krummi rúllaði til Selmu og sagði nafnið hennar fyrst, þetta gekk mjög vel hjá þeim. Því næst fengu þau eina mynd af dýri um hálsinn og áttu að gera eins, d: Andrea var með slöngu og ef Tryggvi ætlaði að rúlla til hennar átti hann að segja slanga fyrst. Þetta gekk einnig mjög vel hjá þeim.

Síðan fórum við í húsaleik, Diddý setti 5 húlahringi á gólfið og krakkarnir dönsuðu við tónlist og þegar tónlistin stoppaði áttu þau að finna sitt hús (í hverjum húlahringi var einn stafur og þau áttu að finna sinn staf), þetta fannst þeim mjög gaman svo ruglaði Diddý stöfunum og gerðum þetta nokkrum sinnum í viðbót. Síðan buðu þau í heimsókn, þegar tónlistin stoppaði sagði Diddý; nú ætla allir að finna S hennar Selmu.

Því næst fórum við að skoða litina, gulur, rauður, grænn, blár, voru litirnir sem við vorum með. Börnin áttu að flokka þessa liti saman, allt sem var rautt fór í rauða húlahringinn, allt sem var gult fór í gula húlahringinn og svo framvegis . Í lokin lásum við bók um Tinnu sem er svo þæg og góð í leikskólanum:-)

Takk í dag

Andrea, Krummi, Kristel, Selma, Tryggvi og Diddý 

27. október
* Byrjuðum tímann á því að syngja „hver á, hver á“ – þetta er lag um stafinn þeirra. Síðan sungum við um laufin, „ég á gula laufið fína, laufið fína“….rauða, græna og bláa laufið . 
* Fengu þau síðan poka með fullt af myndum í. Völdu sér eina, spjölluðum um hvernig hreyfingar við gætum gert, hreyfingar sem tengjast myndunum. Settum svo lag á „fóninn“ – skoðuðum myndirnar vel og hreyfðum okkur um gólfið, hoppuðum, skriðum, gengum, hlupum og læddumst. 
* Síðan æfðum við okkur líka í að stoppa „frjósa“ þegar tónlistin hætti – það var pínu erfitt en við æfum okkur bara 🙂 
* Við hlustuðum líka á tónlist og ímynduðum okkur hvað var að gerast, „ohhh…ljónið er að koma !!! “ – „litlu fuglarnir eru að fara að sofa“ – „litlu fuglarnir fara inn í húsið sitt“ þó svo að þrjú hreiður (snjóþotur) séu á gólfinu vilja litlu fuglarnir fljúga inn í húsið sitt 🙂 – frábært þegar þau skapa sjálf 🙂 snillingar
Dugleg og flott börn – kv. Helga

20. október

Lambahópur kom í málörvun til Svölu í dag. Við létum prik ganga og allir sögðu til nafns og sungum vinalagið og við erum góð.
Við tókum fyrir örsögu með myndum, sögðum söguna og spurt var út úr. 
Börnin dugleg að tengja við myndirnar, kisa átti afmæli og kóróna var látin ganga hringinn og þau voru mjög ákveðin í því að það barn sem bar kórónuna átti afmæli. Vorum svo með dótakisu og aðeins þegar kisan bar kórónuna átti hún afmæli. Skemmtilegar pælingar hjá börnunum í Lambahóp.
Fórum svo að æfa stafina okkar með laginu: „Hver á, hver á, hver á A? Allir fengu að spreyta sig á sínum staf og gekk alveg ljómandi vel. Allir svo duglegir og flottir.
Fórum svo í skemmtilegan leik með afstöðuhugtökin, fyrst með dýrinum og svo með okkur sjálf sem þátttakendur og leikendur.
Takk í dag,
Selma, Tryggvi, Kristel, Andrea, Krummi og Svala

13. október

Lambahópur var í myndlist í dag, við byjruðum á því að setjast niður og segja í hvaða hóp við erum og kynna okkur. Sungum síðan „við erum vinir“.  Fórum svo að lita og teikna, ræddum hvað litirnir heita.  Í lokin stimpluðum við hendur á karton 🙂

Takk í dag

Andrea, Krummi, Kristel, Selma, Tryggvi og Birgitta Fjóla

 

6. október

Lambahópur fór í salinn í dag, settumst þar á gólfið og byrjuðum á því að kynna okkur, með talprikinu. síðan sungum við „við erum vinir“. Því næst fórum við í leikinn „hver á, hver á, hver á A, það er hún Andrea“ Allir voða glaðir að sjá sinn staf. Við prófuðum líka að tengja saman myndir af börnunum við staf, d: Það voru myndir af þeim um salinn og þau áttu að setja sinn staf hjá sinni mynd…svo rugluðum við stöfunum og þau áttu að finna mynd af því barni sem átti þann staf. Gekk nokkuð vel hjá öllum.:) Dönsuðum og sungum „Hókí pókí“ og fórum í „Epli og perur“ Því næst æfðum við okkur að hoppa, klifra, kasta og sparka bolta. Sungum nokkur lög í lokin og fórum í veiðiferð að veiða björn, þurftum m.a. að klifra yfir tré, læðast í gegnum hátt gras og synda yfir á :)

Takk í dag

Andrea, Krummi, Kristel, Selma, Tryggvi Steinn og Diddý

29. september
* Byrjuðum tímann á því að syngja „hver á, hver á“ og síðan var vinalagið sungið. 
 Færðum okkur síðan yfir í tónlistina, breyttum okkur í fugla og flugum um stóra skóginn. Við sáum ljón, apa og uglu 🙂 Sumir urðu hræddir við ljónið en í þessum skógi eru bara góð dýr, allir vinir 🙂 Við æfðum okkur í að hlusta – hvað er að eiginlega að gerast ? Eigum við að fljúga hratt eða hægt ? Er dagur eða nótt ? Þurfum við að fljúga í fuglahúsið til að fara að sofa ? 
Æfðum okkur líka að hlaupa, hoppa, standa á tám, krjúpa, læðast, hvísla og tromma á flottu trommurnar okkar ( málningafötur)  Við notuðum kíki til að sjá betur öll dýrin í skóginum og efnisbúta til að fljúga með og fela okkur.
* Þessi tími var fullur af gleði og sköpun  🙂
Dugleg börn sem hoppuðu, skoppuðu og flugum um í stóra skóginum. 
takk í dag 
Helga

22. september
Í dag kom Lambahópur í málörvun. Eftir að allir höfðu kynnt sig sem gekk svona glimrandi vel sungum við vinalagið og við erum góð.
Fyrsta verkefni tímans var að læra stafina okkar og fengu allir sinn staf og við fórum í leik.
Við teiknuðum og lituðum hendurnar okkar og teiknuðum og lituðum „lamb“ þar sem við erum í Lambahóp. Við æfðum afstöðuhugtökin: „Fyrir framan“, „fyrir aftan“, „við hliðina á“ og „ofan á“. Við fórum í leik með hugtökin og æfum þau svo betur seinna.
Við spiluðum líka bangsaspil þar sem við æfðum: „alveg eins“. Börnin dugleg og flott.
Takk í dag,
Andrea, Krummi, Tryggvi, Selma, Kristel og Svala

15. september
Í þessum fyrsta tíma byrjuðum við á því að kynna okkur, æfum það í öllum tímum.
Svo þurfti að finna nafn á hópinn og var LAMBA-hópur fyrir valinu.
Við teiknuðum sjálfsmynd og máluðum síðan mynd. Fórum aðeins yfir hvað litirnir heita , öll rosalega dugleg 🙂
Takk í dag,
Andrea, Tryggvi Steinn, Selma, Kristel, Krummi og Sindri.