Hvolpahópur

Amelía Anna         Bjarndís Eva       Elías       Friðbjörg Sigríður        Joel Arnar       

24. nóvember

Hvolpahópur var í salnum í dag, við byrjuðum á því að setjast í hring og kynna okkur og syngja „við erum vinir“.  Lékum okkur síðan aðeins með stafina okkar „hver á hver á hver á B, það er hún Bjarndís“. Því næst fórum við í dýraleik, vorum með myndir af 9 dýrum, hvert dýr fór inn í einn húlahring, síðan spilaði Diddý eitt dýrahljóð og börnin áttu að finna út hvað dýr gaf þetta hljóð frá sér og finna það dýr í einhverjum húlahringi. Virkilega skemmtilegur leikur sem við eigum eftir að prófa aftur.:) Síðan fórum við í húsaleik, Diddý setti 5 húlahringi á gólfið og börnin dönsuðu við tónlist og þegar tónlistin stoppaði áttu þau að finna sitt hús (í hverjum húlahringi var stafur hvers barns).  Svo fórum við að skoða litina, gulur, rauður, grænn, blár, fjólublár og appelsínugulur voru litirnir sem við vorum með. Börnin áttu að flokka þessa liti saman, allt sem var rautt fór á rauða kassann, allt sem var gult fór á gula kassann og svo framvegis . Lásum bók um Mikka mús og félaga þar sem hin ýmsu form voru skoðuð.

Takk í dag

Amelía Anna, Bjarndís Eva, Elías, Friðbjörg Sigga, Joel Arnar og Diddý

17. nóvember

Hvolpahópur kom til mín í tónlistarstund.
Byrjuðum tímann á því að setjast niður, leiðast og syngja „við erum vinir“. Sögðum síðan nafnið okkar, allir duglegir. 
Fórum líka í „hver á, hver á“
Síðan unnum við aðeins með dýramyndir, spjölluðum um þær, hvernig þessi dýr hreyfa sig og líka hvernig þeim líður og af hverju þeim líður svona. Sum dýrin voru nefnilega grátandi, önnur döpur, hrædd, glöð, reið eða að flýta sér. Þetta er liður í verkefninum „Hugleikur- samræður til náms“ sem leikskólinn er að taka þátt í. 
Hlustuðum á tónlist og reyndum að gefa dýrunum hlutverk þar. Er þetta hundurinn að gráta ? Er þetta reiði apinn eða er þetta fíllinn sem er að sprauta vatni með rananum sínum ? 
Síðan settum við plötu á fóninn 🙂 og fórum að hreyfa okkur, ætlunin var að þau hreyfðu sig eins og þeirra dýr en áður höfðu þau fengið að velja sér dýramynd. En það er nú bara oft þannig með börn og tónlist að við eigum misauðvelt með að tjá okkur þegar hreyfing og tónlist kemur saman og þá er erfitt að ætla að vera í einhverju hlutverki 🙂 – dansinn varð frjáls, flestir breyttust þó í litla fugla sem flugu um skóginn. Við bættust klútar sem hægt var að sveifla í allar áttir og láta svífa uppi og draga eftir gólfinu. Húsið var líka vinsælt en þar var gott að geta lagt sig, sérstaklega þegar nóttin var að skella á 🙂  Nýr dagur brast svo á með sól og pínu vindi en það gerði ekkert til, við flugum bara um skóginn og höfðum gaman:) 
Við æfðum okkur líka í að hlusta á tónlist „It´s all so quiet“  en þar er mikill munum á hröðum og hægum takti, við urðum að hlusta vel til að vita hvenær við áttum að læðast og hvenær við gátum hlaupið, gengið hratt eða dansað 🙂 mjög gaman
Takk í dag – kveðja Helga

10. nóvember

Hvolpahópur kom í málörvun í dag. Amelía Anna var í sínum fyrsta hópastarfstíma með okkur og gekk það alveg glimrandi vel.
Við kynntum okkur og sungum vinalagið.
Fórum í stafina okkar, „hver á, hver á, hver á… A?“ og allir rosa duglegir.
Teiknuðum hvolp af því við erum í Hvolpahóp og teiknuðum og lituðum hendurnar okkar.
Rosa flottir teiknarar í Hvolpahóp.
Æfðum okkur svo í afstöðuhugtökunum, æfingin skapar meistarann.
Takk í dag,
Amelía Anna, Elías, Joel Arnar, Bjarndís Eva, Friðbjörg Sigga og Svala

27. október

Hvolpahópur var í salnum í dag, við byrjuðum á því að setjast í hring og kynna okkur og syngja „við erum vinir“.  Lékum okkur síðan aðeins með stafina okkar „hver á hver á hver á J, það er hann Joel“. Rúlluðum bolta á milli og vorum að æfa okkur að segja nöfn hvors annars, d: Thelma rúllaði til Joels og sagði nafnið hans fyrst, þetta gekk ágætlega. Því næst fengu þau eina mynd af dýri um hálsinn og áttu að gera eins, d: Friðbjörg var með skógarbjörn og ef Elías ætlaði að rúlla til hennar átti hann að segja Skógarbjörn fyrst:-).  Síðan fórum við í húsaleik, Diddý setti 5 húlahringi á gólfið og krakkarnir dönsuðu við tónlist og þegar tónlistin stoppaði áttu þau að finna sitt hús (í hverjum húlahringi var mynd af einu barni og stafurinn þeirra), þetta fannst þeim mjög gaman svo ruglaði Diddý myndunum og gerðum nokkrum sinnum í viðbót. Því næst fórum við að skoða litina, gulur, rauður, grænn, blár, fjólublár og appelsínugulur voru litirnir sem við vorum með. Börnin áttu að flokka þessa liti saman, allt sem var rautt fór á rauða hringinn, allt sem var gult fór á gula hringinn og svo framvegis . Í lokin lásum við bók um Tinnu sem er svo þæg og góð í leikskólanum:-).

Takk í dag

Bjarndís Eva, Elías, Friðbjörg Sigga, Joel Arnar, Thelma Karen og Diddý

 

 20. október
Byrjuðum tímann á því að syngja vinalagið. Settumst síðan á gólfið og fórum að leika okkur með nöfnin okkar. Æfðum okkur því næst í að hlusta. Hlustuðum á hljóðin í umhverfinu, heyrðum í vatninu renna eftir pípunum, heyrðum í einhverjum ganga um uppi, heyrðum líka í vindinum, hann var nú eitthvað að flýta sér 🙂
Við hlustuðum líka á tónlist, eitt lag valið, fyrst kom rólegur kafli og síðan hraður. Við stóðum síðan upp og hreyfðum okkur í takt við lagið, fórum ýmist hægt, læddumst, hoppuðum, hlupum, skriðum eða gengum.
Tókum síðan dýrin með okkur og dönsuðum með þau á höfðinu, öxlinni, maganum, bakinu, undir hendinni, lærunum og niður við gólf. Uppi og niðri, undir og fyrir framan og aftan.
Enduðum tímann á því að setjast niður og þakka fyrir tímann
takk í dag, kv. Helga

13. október

Hvolpahópur kom í málörvun til Svölu í dag. Við létum prik ganga og allir sögðu til nafns og sungum vinalagið og við erum góð.
Við tókum fyrir örsögu með myndum, sögðum söguna og spurt var út úr. 
Börnin dugleg að tengja við myndirnar, kisa átti afmæli og kóróna var látin ganga hringinn og þau voru mjög ákveðin í því að það barn sem bar kórónuna átti afmæli. Vorum svo með dótakisu og aðeins þegar kisan bar kórónuna átti hún afmæli. Skemmtilegar pælingar hjá börnunum í Hvolpahóp.
SKruppum svo yfir í næstu stofu og stimpluðum hendurnar okkar á karton.
Komnar upp á vegg hér fyrir ofan.
Takk í dag,
Bjarndís, Elías, Joel, Friðbjörg, Thelma og Svala.

29. september

Hvolpahópur fór í salinn í dag, settumst þar á gólfið og byrjuðum á því að kynna okkur, með talprikinu. síðan sungum við „við erum vinir“. Því næst fórum við í leikinn „hver á, hver á, hver á E, það er hann Elías“ Allir voða glaðir að sjá sinn staf 🙂 Dönsuðum og sungum „Hókí pókí“ og fórum í „Epli og perur“ Því næst æfðum við okkur að hoppa, klifra og kasta og sparka bolta. Sungum nokkur lög í lokin og fórum í veiðiferð að veiða björn, þurftum m.a. að klifra yfir tré, læðast í gegnum hátt gras og synda yfir á 🙂

Takk í dag

Joel Arnar, Bjarndís Eva, Elías, Friðbjörg Sigríður, Thelma Karen og Diddý

 

Hópastarf 22. september

* Fórum niður í kjallara, settumst þar á gólfið og byrjuðum á því að leiðast og syngja „við erum vinir“. Því næst fórum við í leikinn „hver á, hverá, hver á T, það er hún Thelma“. Allir fengu að handleika stafinn sinn og sýna hinum. Við hlustuðum líka á allskonar tónlist, læddumst um, hlupum, gengum og hoppuðum með klúta í höndunum. Þau breyttust í litla unga sem flugu um salinn, hvíldu sig í hreiðrinu sínu eða flugu inn í fuglahúsið sitt. Við notuðum líka kíkir – fannst þeim gaman að horfa í gegnum hann og sjá vini sína þannig en svo prófuðum við líka að tromma við lögin, notuðum málningadósir sem við fundum þarna niðri og kjuðarnir voru pappahólkar 🙂 – við sátum líka og hlutstuðum á hljóðin í umhverfinu, veltum fyrir okkur hljóðunum sem við heyrðum, við heyrðum sko ýmis hljóð. Við sungum „gulur, rauður “ og eftir það náðu þau sér í laufblöð sem búið var að setja á gólfið en þau voru í þeim litum sem eru í laginu. Settumst síðan aftur á mottuna og þökkuðum fyrir tímann.
Gaman saman 🙂
takk í dag, kv. Helga

Hópastarf 15. september

Í þessum fyrsta hópastarfstíma byrjuðum við á því að kynna okkur með nafni og bjóða velkomin í hópastarf. Sumir voru feimnari en aðrir en þetta kemur allt saman.
Sungum vinalagið af þvi við ætlum að vera svo góðir vinir í hópnum.
Völdum nafn á hópinn, „HVOLPAHÓPUR“ varð fyrir valinu eftir mjög svo góðar umræður og kosningu. Allir sáttir.
Teiknuðum sjálfsmynd sem gekk svona lala vel, kemur allt saman í vetur.
Spiluðum bangsaspil sem gekk út á að finna „alveg eins“ æfðum það góða stund.
Fengum epli og hlustuðum á sögu áður en farið var út í góða veðrir eftir góðan tíma.
Takk í dag,
Bjarndís, Elías, Friðbjörg, Jóel, Thelma og Svala