Folaldahópur

Arna Rakel        Berglind Ylfa       Rakel Lilja        Röskva Ósk     Thelma Karen

24.nóvember

Í dag kom Folaldahópur til mín í myndlistina. Við byrjuðum á að kynna okkur með nafni og syngja vinalagið. Fengum okkur svo pappaspjöld sem við lituðum á með vaxlitum og máluðum svo yfir það með vatnsmálingu, skemmtileg „tilraun“.
Svo fengum við okkur venjuleg blöð sem við máluðum frjálst á með vantsmálinguni.
Næst fengum við okkur bananabita og hlustuðum á sögu áður en við fórum út í snjóinn 🙂
Duglegir krakkar.

Takk í dag
Arna Rakel,Berglind,Rakel Lilja,Thelma,Röskva Ósk og Sindri

17. nóvember

Folaldahópur var í salnum í dag, við byrjuðum á því að setjast í hring og kynna okkur og syngja „við erum vinir“.  Lékum okkur síðan aðeins með stafina okkar „hver á hver á hver á R, það er hún Rakel“ Síðan fórum við í húsaleik, Diddý setti 5 húlahringi á gólfið og stelpurnar dönsuðu við tónlist og þegar tónlistin stoppaði áttu þær að finna sitt hús (í hverjum húlahringi var mynd af einni stelpu og stafurinn þeirra). Því næst fórum við í dýraleik, vorum með myndir af 10 dýrum, hvert dýr fór inn í einn húlahring, síðan spilaði Diddý eitt dýrahljóð og stelpurnar áttu að finna út hvað dýr gaf þetta hljóð frá sér og finna það dýr í einhverjum húlahringi. Virkilega skemmtilegur leikur sem við eigum eftir að prófa aftur 🙂 Svo fórum við að skoða litina, gulur, rauður, grænn, blár, fjólublár og appelsínugulur voru litirnir sem við vorum með. Stelpurnar áttu að flokka þessa liti saman, allt sem var rautt fór á rauða hringinn, allt sem var gult fór á gula hringinn og svo framvegis . Lásum bók um Mikka mús og félaga þar sem hin ýmsu form voru skoðuð. Í lokin fórum við í töfraleik þar sem Diddý breytti stelpunum í allskonar dýr. 

Takk í dag, Folaldahópur og Diddý

10. nóvember
Í dag mætti Folaldahópur í tónlistarstund. Byrjuðum á því að setjast í hring og syngja stafalagið; hver á, hver á. Því næst skoðuðum við dýramyndir. Mynd af grátandi hundi, fíl sem er að sprauta vatni með rananum sínum, reiðum apa – spjölluðum um hvort að fíllinn hafi verið að stríða apanum og sprauta vatni á hann og þess vegna væri hann reiður – ohhh…fíll ..vera góður ! Þarna var líka mynd af uglu..úú ..úú…segir hún og mynd af bláum litlum leiðum fugli – þær vissu alveg af hverju hann var leiður, hann vantaði dudduna sína og mömmu og pabba ! Svo var líka mynd af glöðu ljóni, litlum fugli sem var að fljúga, hræddum ketti og hænu sem var að hlaupa. Spjölluðum við um myndirnar, hvernig þessi dýr hreyfa sig og af hverju þeim líður svona. Síðan var tónlist sett á fóninn 🙂 (tvö mismunandi lög án söngs) og við æfðum okkur í að hlusta vel og athuga hvort við heyrðum í reiða apanum, glaða ljóninu, uglunni, dapra fuglinum og stríðna fílnum og hreyfðum okkur líka eins og dýrin gera, mjög gaman. Svo hreyfðum við okkur fjálst við Frozen, það fannst þeim mjög gaman, vissu alveg hvað var að gerast og hver var að koma 🙂 Gamlan, ég, var ekki alveg með þetta á hreinu og leiðréttu þær mig þegar ég sagði einhverja vitleysu haha – Æðislegar snúllur 
Fórum líka í að flokka liti, allt gult saman á einn stað, rautt saman, grænt saman og blátt saman. Á miðju gólfi var dallur með allslags dóti í þessum litum og áttu þær að taka eitt í einu og fara með á réttan stað 🙂 þetta fannst þeim gaman.
Enduðum svo tímann á þvi að setjast niður og syngja; við erum vinir og þakka fyrir tímann.

Duglegar skottur 🙂 – takk í dag kveðja Helga

3. nóvember

Í dag mætti Folaldahópur í málörvun. Í þessum tíma var ótrúlega margt gert með duglegum stúlkum. Eftir að allir voru búin að kynna sig sungum við vinalagið og við erum góð.
Við æfðum stafinn okkar; hver á, hver á…, rosa flott börn.
Við æfðum litina, fyrst gulur, rauður, grænn og blár, fórum vel í það.
Flokkuðum svo litina og bættum þá appelsínugulum og fjólubláum við.
Vorum með litaspjöld á gólfinu og þau fengu litla fjölskyldu sem þau þurftu að para við litaspjöldin, mjög dugleg að finna „alveg eins“ liti.
Við æfðum afstöðuhugtökin; fyrir framan, fyrir aftan, við hliðina á, undir og ofan á.

Fyrst með dýrum og svo fórum við í smá strætóferð þar sem þau þurftu að skiptast á að sitja „ofan á“ stól, standa „við hliðina“ á stólnum eða barni, einnig „fyrir framan“ og „fyrir aftan“.
Spiluðum svo lottospil sem gekk út á liti og dýr, flokka og para saman.
Í lokin æfðum við okkur að klippa og það er svo gaman að við ætlum pottþétt að gera meira af því. Fengum okkur banana og hlustuðum á Latabæjarsögu á meðan.
Ekkert smá flottur hópur 🙂

Takk í dag,
Berglind Ylfa, Rakel Lilja, Röskva Ósk, Arna Rakel og Svala
(Hanna María lasin)

20. október

Folaldahópur var í salnum í dag, við byrjuðum á því að setjast í hring og kynna okkur og syngja „við erum vinir“.  Lékum okkur síðan aðeins með stafina okkar „hver á hver á hver á R, það er hún Röskva“ Síðan fórum við í húsaleik, Diddý setti 5 húlahringi á gólfið og stelpurnar dönsuðu við tónlist og þegar tónlistin stoppaði áttu þær að finna sitt hús (í hverjum húlahringi var mynd af einni stelpu og stafurinn þeirra), þetta fannst þeim mjög gaman svo ruglaði Diddý myndunum og gerðum nokkrum sinnum í viðbót. Því næst fórum við að skoða litina, gulur, rauður, grænn, blár, fjólublár og appelsínugulur voru litirnir sem við vorum með. Stelpurnar áttu að flokka þessa liti saman, allt sem var rautt fór á rauða hringinn, allt sem var gult fór á gula hringinn og svo framvegis . Í lokin lásum við bók um Tinnu sem er svo þæg og góð í leikskólanum 🙂

Takk í dag, Diddý og Folaldahópur

13. október

Drifum okkur niður í kjallara, asinn var svo mikill að við gleymdum tónlistargræjunum! En það kom ekki að sök því það er svo mikið af hljóðum allt um kring og svo höfuðum við líka rosa flottar trommur sem voru óspart notaðar.
Við klæddum okkur í búninga og læddumst um, skriðum, hlupum, hoppuðum og gengum. Fórum inn í húsið okkar og lögðumst lika niður í hreiðrin, gott að hvíla sig þegar maður er þreyttur. 
En tíminn byrjaði samt á því að við settumst í hring á gólfið og sungum „vinalagið“ og síðan „hver á, hver á“. Þeim fannst mjög gaman að syngja um stafinn sinn. Lékum okkur síðan með litalaufblöðin, gulu, rauðu, grænu, bláu og svörtu. Á þau eru festir litlir fuglar i sama lit og laufblaðið- gula er með einn lítinn gulan fugl, rauða er með tvo litla rauða fugla og svo frv. Þarna erum við bæði að æfa litina og líka að telja 🙂
Mikið brasað í þessum tíma og mikið fjör
svo duglegar 🙂 takk í dag kv. Helga

6. október

Í dag kom Folaldahópur til Svölu.
Við byrjuðum á því að kynna okkur og syngja vinalagið og við erum góð.
Fórum svo í stafina okkar, „Hver á, hver á, hver á… A“?
Allir alveg ótrúlega duglegir.
Fórum svo í leik með afstöðuhugtökin; „fyrir framan, fyrir aftan, við hliðina á, ofan á, undir“
Notuðum dýrin og svo okkur sjálf.
Teiknuðum hendurnar okkar og lituðum og svo af því við erum í Folaldahóp þá teiknuðum við folald og lituðum það.
Þá var nú lítill tími eftir svo við fengum okkur banana og drifum okkur út í góða haustveðrið.
Takk í dag,
Berglind, Rakel, Arna, Röskva, Hanna og Svala

29. september

Í dag kom Folaldahópur til mín. við byrjuðum á að kynna okkur og syngja vinalagið 🙂
Fórum svo að læra litina. Gulur – rauður – grænn og blár og fengum að mála með þeim litum.
Grísahópur kom svo í heimsókn og við stimpluðum hendur með málningu.
Rosa gaman og skemmtilegt.
Takk í dag,
Arna, Berglind, Hanna, Rakel og Sindri

22. september

Í dag fór Folaldahópur í salinn í hreyfingu, við byrjuðum á því að setjast í hring og kynna okkur og syngja „við erum vinir“ Síðan æfðum við okkur að leiðast í hring og sungum og dönsuðum „Hókí pókí“ svo fórum við í „epli og perur“

Við enduðum á því að æfa okkur að hoppa, hlaupa, og leika með bolta. Sungum nokkur lög áður en við skelltum okkur út í vindinn 🙂

Takk í dag

Arna Rakel, Berglind Ylfa, Hanna María, Rakel Lilja, Röskva Ósk og Diddý 

15. september
* Fyrsti hópastarfstíminn – byrjuðum á því að setjast í hring og syngja „við erum vinir“. Lékum okkur síðan aðeins með stafina okkar „hver á hver á hver á R, það er hún Rakel“, búið var að klippa út stafina og plasta, mynd af barninu límd á stafinn.
* Síðan var valið nafn á hópinn, gátu valið úr nokkrum myndum, nafnið réðist af þeirri mynd sem fékk flest atkvæði 🙂
* Tónlist – Fara hratt, læðast, hoppa, hlusta, frjósa, ímynda sér.
Hlustuðum á nokkur lög, án söngs. Fór með þeim í ferðalag þar sem ímyndunaraflið réði ríkjum. Litlu fuglarnir flugu um, svo kom mömmu fuglinn og pabba fuglinn, þau voru að leita að ungunum sínum. Ljónið koma líka og það heyrðist „urr“ í því. Litla músin gæðist líka upp úr holunni sinni, hana langaði svo í ostbita en þorði ekki að ná sér í hann því kisi kúrði þarna nálægt…hún reyndi samt að læðast en fór aftur ofaní holuna sína. Litlu ungarnir urðu þreyttir og flugu heim í hreiðrið sitt ( lögðust á teppi )
Þetta fannst þeim mjög skemmtilegt, voru ótrúlega duglegar að taka þátt í þessu ímyndaða ferðalagi 🙂 Flottar og duglegar stelpur  –  takk í dag – kveðja Helga