Grísahópur

Glóa          Hanna María        Helgi Freyr        Kormákur Brímir       Patrekur

24. nóvember

Allir í Grísahóp voru voða duglegir að hefja hópastarfið, það vildu þó ekki alveg allir segja nafnið sitt en það kemur með vetrinum 🙂
Við sungum vinalagið og sungum svo afmælissönginn fyrir Helga Frey sem á afmæli í dag, orðinn 2ja ára strákurinn. Til hamingju Helgi Freyr.
Við fórum í „Hver á, hver á, hver á… H?“
Allt að koma hjá þessum flotta hóp, að þekkja stafinn sinn.
Við tókum svo fyrir litahugtökin, gula, rauða, græna og bláa.
Byrjuðum á því að hamra á litaheitunum og skelltum okkur svo í smá leik þar sem þau voru að para saman litina. Gekk ótrúlega vel og alveg eðlilegt að ruglingur verði þegar maður er að ná tökum á þessu 🙂
Flottir krakkar sem heyrðu sögu um Depil áður en farið var út í snjóinn.
Takk í dag,
Helgi Freyr afmælisbarn, Patrekur, Hanna María, Glóa, Kormákur og Svala

17.Nóvember

Í dag kom Grísahópur til mín í myndlistina. Við byrjuðum á að kynna okkur með nafni og syngja vinalagið. Æfðum okkur í litunum og máluðum á pappa, rosalega duglegir krakkar :). Vegna dag Íslenskra tungu þá höfum við verið að æfa vísuna, Buxur,Vesti,Brók og Skó, og við tókum hana saman nokkrum sinnum og fengum svo að lita fötinn á stráknum :). Fengum okkur síðan ávaxtabita og fórum út að leika 🙂

Takk í dag

Kormákur,Helgi Freyr,Patrekur,Hanna María,Glóa og Sindri 🙂

10. nóvember

Grísahópur var í salnum í dag, við byrjuðum á því að setjast í hring og kynna okkur og syngja „við erum vinir“.  Lékum okkur síðan aðeins með stafina okkar „hver á hver á hver á G, það er hún Glóa“ Síðan fórum við í húsaleik, Diddý setti 5 húlahringi á gólfið og krakkarnir dönsuðu við tónlist og þegar tónlistin stoppaði áttu þau að finna sitt hús (í hverjum húlahringi var mynd af einu barni og stafurinn þeirra), þetta fannst þeim mjög gaman svo ruglaði Diddý myndunum og gerðum við nokkrum sinnum í viðbót. Síðan settumst við í hring og æfðum okkur að rúlla bolta á milli. Því næst fórum við að skoða litina, gulur, rauður, grænn og blár voru litirnir sem við vorum með. Börnin áttu að flokka þessa liti saman, allt sem var rautt fór í rauða hringinn, allt sem var gult fór í gula hringinn og svo framvegis . Í lokin lásum við bók um Tinnu sem er svo þæg og góð í leikskólanum :-)

Takk í dag

Glóa, Hanna María, Helgi Freyr, Kormákur, Patrekur og Diddý

03. nóvember

*Grísahópur kom til mín í dag og byrjuðum við tímann á því að setjast í hring og syngja „við erum vinir“, svo fórum við í „hver á, hver á, hver á“. Þeim finnst mjög gaman að syngja um stafinn sinn og ljóma eins og sól í heiði þegar þau fá stafinn sinn í hendur 🙂
*Við skoðuðum líka dýramyndir, var búin að plasta myndir af grátandi hundi, reiðum apa, glöðum fíl, ljóni og fugli, unglu sem ætlar að segja eitthvað og svo líka af fugli sem er dapur. Spjölluðum um myndirnar en síðan var sett tónlist á fóninn og „ohhhh…reiði apinn er að koma – glaði fíllinn hafði fyllti ranann sinn af vatni og sprautað yfir öll dýrin í skóginum, kannski var apinn reiður af því að hann var blautur“   svona lékum við okkur með tónlistina og hreyfðum okkur eins og dýrin á myndunum. 
*Síðan settumst við niður og þau teiknuðu sitt dýr, fengu að velja sér eina mynd, fengu tússliti og teiknuðu – æfðum okkur í litunum á meðan. 
*Notuðum líka efnisbúta, drógum þá eftir gólfinu og lyftum þeim líka upp í loft 🙂 æfa okkur í „niðri og uppi“
*Enduðum tímann á því að setjast niður og syngja „Ég er gula laufið fína, rauða, græna, bláa“ – og klöppuðum svo nafnið okkar og þökkuðum fyrir tímann.
takk í dag kv Helga

27. október

Grísahópur kom í málörvun í dag.
Við hófum tímann á því að kynna okkur, það gekk svona upp og ofan.
Sungum vinalagið og við erum góð.
Fórum í smá söng og leiki þar sem við vorum að æfa líkamshugtökin og tengja orð og hluti saman. Rosa dugleg og flott.
Tókum fyrir „Hver á, hver á, hver á P?
Rosa dugleg að þekkja stafinn sinn.
Þau tóku öll við sér með sinn staf.
Flokkuðum liti, para saman alveg eins liti.
Gekk mjög vel en þó varð einstaka ruglingum á stöku stað.
Flottir krakkar sem teiknuðu mynd og fengu banana.
Takk í dag,
Glóa, Helgi Freyr, Patrekur og Svala

13. október

Grísahópur fór í salinn í dag, settumst á gólfið og byrjuðum á því að kynna okkur, með talprikinu. síðan sungum við „við erum vinir“. Því næst fórum við í leikinn „hver á, hver á, hver á G, það er hún Glóa“ Allir voða glaðir að sjá sinn staf. Dönsuðum og sungum „Epli og perur“ Því næst æfðum við okkur að hoppa, klifra, kasta og sparka bolta. Sungum nokkur lög í lokin og fórum í veiðiferð að veiða björn, þurftum m.a. að klifra yfir tré, læðast í gegnum hátt gras og synda yfir á :) 

Takk í dag

Glóa, Helgi Freyr, Kormákur, Patrekur og Diddý

06. október
* Við lögðum upp í langferð frá Kríudeild. Þurftum að fara í gegnum salinn, niður stigann en þar þurftu þau að finna út hvaða ferðamáti hentaði. Eitt hélt sér í handriðið og gekk niður, annað bakkaði og það þriðja fór á rassinum :). Þegar við vorum komin niður settumst við á teppið og sungum „vinalagið“ og „hver á, hver á“, sungum líka „gulur, rauður“ og skoðuðum laufblöð og fugla í þeim litum. Því næst var tónlist skellt á fóninn 🙂 og hreyfðum við okkur með henni. Fórum hratt, hægt, lögðust niður, læddumst og flugum inn í tjaldið og hvíldum okkur. Notuðum líka efnisbúta og kreplengjur til að flögra með, trommuðum og höfðum gaman. 
Dugleg og flott börn sem gaman var að trallast með 🙂
kv. Helga

29. september
Grísahópur kom til Svölu í dag. Við byrjuðum á því að kynna okkur og syngja tvö lög, vinalagið og við erum góð. Á vel við þar sem við erum að æfa okkur að vera vinir 🙂
Þar sem við erum í Grísahóp teiknuðum við grísi á okkar eigin hátt. Við æfðum stafina okkar og allir fengu stafinn sinn að handfjatla, svo sungum við um stafina okkar. Rosa gaman.
Við teiknuðum og lituðum hendurnar okkar á blað og svo sameinuðumst við inni í myndsköpun hjá Sindra og stimpluðum hendurnar okkar með málningu.
Helgi Freyr rosa duglegur, Glóa lét sig þegar nokkrir voru búnir en Kormákur lét sig nú ekki en við prófum aftur seinna. Hendurnar eru til sýnis hér á veggnum.
Lásum svo apasögu í lokin og fengum epli.
Takk í dag,
Kormákur, Helgi Freyr, Glóa og Svala

22. september
Í dag kom Grísahópur í myndsköpun. Við byrjuðum á því að kynna okkur og syngja vinalagið. Fórum svo aðeins að læra nöfnin á litunum.
Gulur – rauður – grænn – blár.
Máluðum svo mynd með þessum litum, ekki voru þó allir rosa spenntir að fara í svuntu, en það hafðist þó.
Lékum okkur svo með tengikubbana í margskonar litum. Fengum okkur eplabita og fórum út í rokið.
Takk í dag,
Glóa, Kormákur, Patrekur, Helgi Freyr og Sindri

15. september

Í dag var fyrsti hópastarfstíminn hjá okkur, við byrjuðum á því að fara í salinn og setjast niður í hring og kynna okkur (gekk misvel :)) Síðan sagði Diddý aðeins frá hópastarfinu, hvað við myndum gera og fór yfir grunnreglurnar okkar, sem eru; 1. Hafa hendur og fætur hjá sér 2. Nota inniröddina 3. Fara eftir fyrirmælum

Því næst gerðum við sjálfsmynd fyrir septembermánuð. Einnig fundum við nafn fyrir hópinn og var það GRÍSAHÓPUR sem varð fyrir valinu. Síðan sungum við um stafina okkar, í lokin lékum við okkur með bolta 🙂

Takk í dag 

Diddý , Patrekur, Helgi Freyr og Glóa