SMT á Kríu

SMT Kríudeildar

Desember 2016
Önnin hefur liðið hratt og við búin að leggja inn og kenna fullt af reglum.
Við hófum haustið á því að leggja inn grunnreglurnar okkar og æfðum þær.
Börnin fengu Bros fyrir að fara eftir reglunum.
Við tókum svo reglurnar í leiknum og kenndum þær; 
Leika saman, skiptast á og ganga frá.
Kenndum regluna inni á salerni: Þvo hendur.
Við erum búin að fara í gegnum athyglismerkið okkar og tókum svo elstu börnin á deildinni og sýndum þeim hvernig einveran virkar.
Við erum byrjuð á því að beita einverunni.

Yngri börnin eru tekin úr aðstæðum sýni þau óæskilega hegðun.
Við vorum svo með umbun í lok nóvember, börnin völdu popp og við fórum í salinn, settum jólasveinatónlist í tölvuna og skjávarpann í gang, hlustuðum, horfðum og borðuðum popp á meðan.
Enda ormurinn okkar inni á deild hinn myndarlegasti 🙂
Flottir krakkar á Kríu sem fara eftir reglunum sínum 🙂

Ágúst 2016
Þann 19. ágúst munum við hefja innlögn SMT reglna á Kríudeild.
Við munum byrja á grunnreglum Lundarsels.
Grunnreglurnar eru:
*
Glaðir spekingar fara eftir fyrirmælum
*
Glaðir spekingar hafa hendur og fætur hjá sér
*
Glaðir spekingar nota innirödd
Þau munu svo fá Bros fyrir að fara eftir reglunum og setja þau í orm sem við erum með upp á vegg.

Reglur eru kenndar á mánudögum. Við minnum á regluna sem erum að kenna og gefum þeim Bros hvar sem er og hvenær sem er þegar þau fara eftir þeirri reglu sem við á.

Innan tíðar munum við kynna fyrir þeim athyglismerki okkar Lundarsela.
Athyglismerkið notum við þegar við þurfum að ná athygli barnanna þegar þau eru mörg saman, t.d. í samveru.
Athyglismerkið er þannig að við klöppum 2x og setjum höndina upp til hálfs þar sem lófinn snýr til þeirra, þau svara merkinu með því að gera eins. Um leið og þau svara erum við komin með athygli þeirra.