Sönglög Kríu

Sönglög Kríu

Heilsárslög

Söngur Lundarsels

Lundarsel ó Lundarsel
það er skólinn minn.
Þar er gott að vera,
ýmislegt að gera.
Lundarsel ó Lundarsel
það er skólinn minn.
(Lag: Allir krakkar).

Það var einu sinni api

Það var einu sinni api
í voða góðu skapi,
hann vildi ekki matinn en fékk sér banana.
Bananana nog nog, bananana nog nog.
Bananana bananana bananana nog nog.(Lag: The Adams family).

Upp, upp

Upp, upp, upp á fjall,
upp á fjallsins brún.

Niður, niður, niður, niður
alveg niður á tún.

Dúkkan hennar Dóru

Dúkkan hennar Dóru var með sótt, sótt, sótt.
Hún hringd´og sagði lækn´að koma fljótt, fljótt, fljótt.
Læknirinn kom með sína tösk´og sinn hatt.
Hann bankað´á hurðina; ratatatata.

Hann skoðaði dúkkuna og hristi sinn haus;
Hún strax skal í rúmið og ekkert raus.
Hann skrifað´á miða hvaða pll´ ´ún skyldi fá.
Ég kem aftur á morgun ef hún er enn veik þá.

 Stóra brúin

Stóra brúin fer upp og niður,
upp og niður, upp og niður.
Stóra brúin fer upp og niður,
allan daginn.
Bílarnir aka yfir brúna,
yfir brúna, yfir brúna.
Bílarnir aka yfir brúna,
allan daginn.
Skipin sigla undir brúna,
undir brúna, undir brúna.
Skipin sigla undir brúna,
allan daginn.
Flugvélar fljúga yfir brúna,

yfir brúna, yfir brúna.
Flugvélar fljúga yfir brúna,
allan daginn.
Fólkið gengur yfir brúna,
yfir brúna, yfir brúna.
Fólkið gengur yfir brúna,
allan daginn.

Vikan-mánuðirnir

Sunnudagur, mánudagur,
þriðjudagur, miðvikudagur
og fimmtudagur, föstudagur
og laugardagur; þá er vikan búin.

Janúar, febrúar,
mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst,
september, október,
nóvember og desember.

Dvel ég í draumahöll

Dvel ég í draumahöll
og dagana lofa.
Litlar mýs um löndin öll
liggja nú og sofa.
Sígur ró á djúp og dal,
dýr til hvílu ganga.
Einnig sofna skolli skal
með skottið undir vanga.

Allir krakkar

Allir krakkar, allir krakkar
eru í skessuleik.
Má ég ekki mamma,
með í leikinn þramma.
Mig langar svo,
mig langar svo að lyfta mér á kreik.

 Afi minn og amma mín

Afi minn og amma mín,
út á Bakka búa.
Þau eru bæði sæt og fín.
Þangað vil ég fljúga.

Fljúga hvítu fiðrildin

Fljúga hvítu fiðrildin,
fyrir utan glugga;
þarna siglir einhver inn
ofurlítil dugga.

Sigga litla systir mín

Sigga litla systir mín
situr út í götu,
er að mjólka ána sín
í ofurlitla fötu.

Gulur, rauður.

Gulur, rauður, grænn og blár.
Svartur, hvítur, fjólublár.
Brúnn, bleikur, banani, appelsína talandi.
Gulur, rauður, grænn og blár
Svartur, hvítur, fjólublár.

Við klöppum öll einu

Við klöppum öll einu
Við klöppum öll einu
Það líkar okkur best
Stöppum, hoppum….

Haldið ekk´ að Halli komi á grúfunni

á heljarstökki fram af einni þúfunni.
Hann fór það bara fínt
hann hélt hann hefði týnt
gleraugunum, höfðinu eða húfunni.
;,;Við erum söngvasveinar
á leiðinni út í lönd;,;
Leikum á flautu, skógarhorn og skógarhorn,
leikum á flautu, fiðlu og skógarhorn.
Og við

Ding dong

Ding dong sagði lítill grænn froskur einn dag
Ding dong sagði lítill grænn froskur.
Ding dong sagði lítill grænn froskur einn dag
og svo líka ding dong spjojojojo..

King kong sagði stór svartur api einn dag,
king kong sagði stór svartur api.
King kong sagði stór svartur api einn dag.
Og svo líka king kong aaaaa…

Uuh Aah sagði lítil græn eðla einn dag.
Uuh aah sagði lítil græn eðla.
Uu Aah sagði lítil græn eðla einn dag
og svo líka Uuh Aah Eeeee..

um dansað hoppsassa…

Í leikskóla er gaman

Í leikskóla er gaman
þar leika allir saman.
Leika úti og inni
og allir eru með.

Hoðna leir og lita,
þið ættuð bara að vita
hvað allir eru duglegir
í leikskólanum hér.

Kalli litli kónguló

Kalli litli kónguló
klifraði upp í tré.
Þá kom regnið og Kalli litli datt
upp kom sólin og þerraði hans kropp
og Kalli litli kónguló klifraði upp í topp.

Bátasmiðurinn

Ég negli og saga og smíða mér bát
og síðan á sjóinn ég sigli með gát.
Og báturinn vaggar og veltist um sæ,
ég fjörugum fiskum með færinu næ.

 Gráðug kerling

Gráðug kerling
hitaði sér velling
og borðaði, namm, namm, namm,
síðan sjálf jamm, jamm, jamm,
af honum heilan helling.
Svangur karlinn
varð alveg dolfallinn
og starði svo, sko, sko, sko,
heilan dag, oh, oh, ho
ofan í tóman dallinn.

Strætisvagninn

Hjólin í strætó snúast í hring, hring, hring,
hring, hring, hring, hring, hring, hring.
Hjólin í strætó snúast í hring, hring, hring,
út um allan bæinn.
Dyrnar á strætó opnast út og inn,
út og inn, út og inn.
Dyrnar á strætó opnast út og inn,
út um allan bæinn.
Peningarnir í strætó segja kling, kling, kling,
kling, kling, kling, kling, kling, kling.
Peningarnir í strætó segja kling, kling, kling,
út um allan bæinn.
Krakkarnir í strætó segja uh, uh, uh,
Uh, uh, uh, uh, uh, uh.
Krakkarnir í strætó segja uh, uh, uh,
út um allan bæinn.
Bílstjórinn í strætó segir ssh, ssh, ssh,
ssh, ssh, ssh, ssh, ssh, ssh.
Bílstjórinn í strætó segir ssh, ssh, ssh,
út um allan bæinn.

Gulur, rauður.

Gulur, rauður, grænn og blár.
Svartur, hvítur, fjólublár.
Brúnn, bleikur, banani, appelsína talandi.
Gulur, rauður, grænn og blár
Svartur, hvítur, fjólublár.

Tröllalagið (Lag: Eitt skref til hægri..)

Hátt upp´í fjöllunum, þar búa tröllin.
Tröllapabbi, Tröllamamma og líka Trölli Rölli.
HÓ, segir Tröllapabbi, hó segir Tröllamamma.
En hann litli Trölli Rölli segir bara hó.

Bumbulagið

:,:Við erum svangir sveinar á leiðinni í mat:,:
Við setjumst og borðum
Nammi nammi nammi namm,
setjumst og borðum, nammi nammi namm.
:,:Og við ætlum að fá okkur
stóra vömb stóra vömb stóra vömb:,:

Brunaliðið

Ba bú ba bú brunabíllinn flautar.
Hvert er hann að fara?
Vatn á eld að srpauta
Dss dsss dsss dss.
Gerir alla blauta.

Mjá mjá mjá mjá mjálmar gráa kisa .
Hvert er hún að fara?
Út í skó að ganga
Uss uss uss uss
Skógarþröst að fanga.

Bí bí bí bí skógarþröstur syngur.
Hvert er hann að fara?
Burt frá kisu flýgur
Uí uí uí uí
Loftin blá hann smýgur.

Vinalagið (Lag: Meistari Jakob)

:,:Við erum vinir:,:
:,:Ég og þú:,:
:,:Leikum okkur saman:,:
:,:Bimm bamm búmm.:,:

Við erum góð (Lag: Litalagið)

Við erum góð, góð hvert við annað.
Aldrei meiðum eða stríðum við.
:,:Þegar við grátum huggar okkur einhver,
þerrar tár og klappar okkar kinn:,:

Fiskarnir tveir

Nú skulum við syngja um fiskana tvo,
þeir ævi sína enduðu í netinu svo
þeir syntu og syntu og syntu um allt,
En mamma þeirra sagði; vatnið er kalt.
“Ba ba, bú bú, ba ba bú.“
En mamma þeirra sagði; vatnið er kalt.

Einn hét Gunnar en hinn hét Geir
þeir voru pínulitlir báðir tveir
þeir syntu og syntu og syntu um allt
en mamma þeirra sagði; vatnið er kalt.
“Ba ba, bú bú, ba ba bú.“
En mamma þeirra sagði; vatnið er kalt.

Litlu andarungarnir

Litlu andarungarnir
:,:allir synda vel:,:
:,:Höfuð hneigja í djúpið og hreyfa lítil stél.:,:

Litlu andarungarnir
:,:ætla út á haf:,:
:,:fyrst í fjarlægð skima og fara svo í kaf.:,:

  Þumalfingur

Þumalfingur, þumalfingur
hvar ert þú?
Hér er ég, hér er ég.
Góðan daginn, daginn, daginn.

“sungið um alla fingurna“

 

 

 

Vetrarlög

Krummi svaf í klettagjá

Krummi svaf í klettagjá,
kaldri vetranóttu á,
:,:verður margt að meini:,:
Fyrr en dagur fagur rann
freðið nefið dregur hann
:,:undan stórum steini.:,:

 

Krummi krunkar úti

Krummi krunkar úti,
kallar á nafna sinn:
„Ég fann höfuð af hrúti,
hrygg og gæruskinn.
Komdu nú og kroppaðu með mér,
krummi nafni minn.
Komdu nú og kroppaðu með mér,
krummi, nafni minn.“

Vorlög

Göngum göngum

Göngum göngum,
göngum upp í gilið
gljúfrabúann til að sjá.
Þar á klettasyllu svarti krummi
sínum börnum liggur hjá.

Vertu til

Vertu til er vorið kallar á þig
vertu til að leggja hönd á plóg.
Komdu út því að sólskinið vill sjá þig,
sveifla haka og rækta nýjan skóg – hei!
sveifla haka og rækta nýjan skóg – hei!

Sumarlög

Upp á grænum grænum

Upp á grænum grænum,
himinháum hól
sá ég hérahjónin ganga.
Hann með trommu bomm bomm
bomm boromm bomm bomm,
hún með fiðlu sér við vanga.
Þá læddist að þeim lótur byssukarl
og miðaði í hvelli,
en hann hitti bara trommuna sem small
og þau hlupu og héldu velli.

Haustlög