Lög

Lög foreldrafélags Lundarsels  

Lög foreldrafélags Lundarsels

1.gr   Félagið heitir Foreldrafélag Lundarsels.

2.gr Allir foreldrar/forráðamenn barna í Lundarseli eru boðnir velkomnir sem félagsmenn. Það er einnig opið fyrir starfsmenn.

3.gr   Tilgangur félagsins er að standa fyrir, skipuleggja og fjármagna ákveðna viðburði fyrir börn Lundarsels þeim til ánægju og yndisauka. Einnig að styrkja jákvæð samskipti foreldra/ forráðamanna, barna og starfsmanna.

4.gr   Félagsmönnum er frjálst að koma með tillögur til stjórnar um fræðsluefni; upplýsingar er varða hina ýmsu þroskaþætti barna; eða annað.

5.gr   Stjórn félagsins skal skipuð 5–8 mönnum sem kosnir eru á aðalfundi (foreldrum er velkomið að gefa sig fram). Stjórnin skiptir með sér verkum. Að minnsta kosti skulu tveir stjórnarmeðlimir sitja áfram í nýrri stjórn.

6.gr   Fulltrúi starfsfólks skal jafnan sitja stjórnarfundi. Öflug samskipti við fulltrúa starfsmanna eru með tölvusamskiptum.

7.gr   Aðalfund félagsins skal halda á tímabilinu 15. september til 1. nóvember ár hvert. Fundinn skal boða með auglýsingu í skólanum og á heimasíðu skólans með a.m.k. 10 daga fyrirvara.

8.gr   Félagsgjöld skulu ákveðin á aðalfundi ár hvert. Þau skulu innheimt einu sinni á ári, í gegnum tölvupóst með upplýsingum um hvaða reikning er lagt inn á.Gjöldin eru óafturkræf.

9.gr   Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi, og þá með einföldum meirihluta atkvæða. Tillögur að lagabreytingum verða að hafa borist stjórn félagsins skriflega í síðasta lagi 5 dögum fyrir auglýstan aðalfund.