Aðalfundur foreldrafélags Lundarsels er 12.okt kl 19:30

Dagskrá aðalfundsins: 1. Reikningar lagðir fram. 2. Ársgjald foreldrafélagsins ákveðið. 3. Gengið frá kosningu í a) foreldrafélagið og b) foreldraráðið (Gerum ráð fyrir að foreldrar séu búnir að gefa sig fram fyrir fundinn). 4. Ákveða hvort leggja eigi niður aðalfundi og hafa öll samskipti eingöngu rafræn. Breyta þá lögum foreldrafélagins – sjá tillögur í viðhenginu.

Í foreldrafélagi Lundarseli eru allir foreldrar sem eiga barn í Lundarseli. a) Hlutverk foreldrafélagsins er að standa fyrir viðburðum fyrir börnin. b) Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskólans sem varða starfsemi hans.

foreldraráð og foreldrafélag Lundarsels

Nú vantar okkur fleiri áhugasama foreldra til að vera í foreldraráði og foreldrafélaginu.
Áhugasamir vinsamlegast látið vita með því að senda línu á lundarsels@akureyri.is eða helgamaria@akmennt.is. Eins má láta starfsfólk deilda vita ef það er áhugi að starfa í öðru hvoru félaginu.

Söngvaflóð

Við erum byrjuð í samstarfi við Tónlistarskóla Akureyrar, samstarfið heitir Söngvaflóð. Þetta er samstarfsverkefni allra grunn- og leikskóla Akureyrarbæjar við Tónlistarskólann á Akureyri. Samstarfið felst aðallega í því að tónlistakennara heimsækja skólana og kenna skemmtilega söngva! Ívar Helgason kemur í Lundarsel alla föstudaga í vetur klukkan 11:20. Öll Lundarsels börnin eru þá samankomin í salnum okkar til að syngja og læra um töfra tónlistarinnar! Hægt er að fylgjast með samstarfsverkefninu inn á heimasíðu Tónlistarskólans.

1.september 2017

Leikskólinn er lokaður 1.september vegna skipulagsdags starfsfólks.

Fundardagskráin er svona í grófum dráttum:
 Starfsmannafundur – ýmis mál/Björg og Helga María
 Kynning á Ytra mati Lundarsels sem Menntamálastofnun gerði.
o Hópvinna og umræður /Björg
 Tónaflóð – samvinnuverkefni tónlistaskólans og Lundarsels. Umsjón
Heimir Bjarni Ingimarsson
 Deildarfundur í umsjón deildarstjóra.Fundardagskráin er svona í grófum dráttum: