Leikskólalífið fer rólega af stað :)

Nú eru allir komnir úr sumarfríi og aðlögun nýrra barna lokið. Allir eru þó enn að hnoðast saman og kynnast almennilega. Þannig að við gefum okkur út ágúst að kynnast í rólegheitunum. Í september hefst svo skipulagt leikskólastarf, það er opið á milli deilda, hópastarf, leikfimi og fleira.

Heimasíðan er frekar slök hjá okkur í augnablikinu en það sem er nýjast á síðunni er undir skólinn, lokað í Lundarseli og skólinn starfsfólk Lundarsels. Og undir matur, matseðill má sjá ágúst matseðilinn okkar.

 

Sumarlokun

Leikskólinn lokar í 4 vikur – frá 10.júlí til 8.ágúst –  Við óskum ykkur að sjálfsögðu sólar og sælu í sumarfrínu og sjáumst hress.

Gunnhildur

Gunnhildur kveður

Í dag kveður elsku Gunnhildur okkur, svo og vinnumarkaðinn. Hún hefur starfað í leikskólanum Lundarseli í 25 ár. Við þökkum henni kærlega fyrir samstarfið og óskum henni velfarnaðar um ókomin ár.  Á myndinni hér fyrir ofan er Gunnhildur okkar með samstarfsfólki sínu svo og gömlum nemendum sínum – svona er leikskólalífið skemmtilegt :)

Nýtt efni á síðunni og tvær nýjar skýrslur :)

Það er komið inn nýtt efni á heimasíðuna okkar, eins og til dæmis lokunardagar næsta skólaárs. Það er á áætlun að breyta þessari heimasíðu í  vefsíðu með grunnupplýsingum um skólann. Af því helstu tilkynningar frá skólanum, fréttir og myndir fara inn á Facebook síðu skólans :)

Hér má sjá tvær skýrslur varðandi hljóðvistaverkefni sem við höfum verið þátttakendur í undanfarin ár. Það eru niðurstöður úr mælingum á hávaða í leikskólum og eins lokaskýrsla með tillögum af hvernig má lækka hávaða í leikskólum.

Skýrsla lækkum hávaða 2016 og Skyrsla_um_havada_feb_2017

 

Vorhátíð Lundarsels

Dagskrá vorhátíðarinnar föstudaginn 19. maí. Klukkan 14:00 er dagskráin sett, byrjað á útskrift elstu barna og síðan skemmtiatriði frá Lundadeild, Kisudeild, Bangsadeild og loks Kríudeild. Klukkan 15:00 verður í boði grillaðar pylsur og safi í boði foreldrafélagsins, og að sjálfsögðu heitt á könnunni. En ef veður verður leiðinlegt þá löbbum við yfir í Lundarskóla og skemmtiatriðin verða þá í sal í Lundarskóla. Grillið verður samt sem áður í leikskólanum. Foreldrar hafa alltaf aðstoðað við undirbúning og frágang, skiptingin er svona:
Klukkan 13:30 = Kisuforeldar sjá um undirbúning fyrir vorhátíð – halda á stólum, bekkjum og borðum út.
Klukkan 15:30 = Bangsaforeldrar sjá um frágang eftir vorhátíð – halda á stólum, bekkjum og borðum inn.
Klukkan 14:30 = Lundaforeldrar sjá um að grilla.
Hlökkum til að sjá ykkur á vorhátíð leikskólans.