þriðjudagurinn 6. febrúar

Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins þriðjudaginn 6. febrúar.

Í Lundarseli ætlum við að bjóða foreldrum að koma milli 14:30 og 15:45 til að leira með börnunum sínum. „… að hnoða leir og lita, þið ættuð bara að vita hvað allir eru duglegir í leikskólanum hér.“

Tilgangur Dags leikskólans er að vekja athygli á hlutverki leikskóla og starfi leikskólakennara.