Vorhátíð Lundarsels 25. maí klukkan 14:00

Á vorin er oft mikið að gera hjá okkur 🙂 Þá förum við í sveitaferð að skoða húsdýrin þar og við förum að Gróðrastöðinni að setja niður kartölfur og grænmeti. Elstu börnin fara í lokahóf Glóðs og Loga á Slökkviliðisstöðinni og þau fara líka í útskriftarferð í maí mánuði. Þá er vorhátíð Lundarsels alltaf í lok maí, svo og prufusýningar fyrir vorhátíðina fyrir eldri borgara og 1.bekk Lundarskóla.