Bangsadeild

Hugmyndir að spurningum til að spyrja barnið hvernig leikskóladagurinn var?

Hvernig leið þér í skólanum í dag?

Hvað var það skemmtilegasta/besta sem gerðist í skólanum í dag ?

Hvað var það versta/leiðinlegasta sem gerðist í skólanum í dag?)

Segðu mér frá einhverju sem lét þig hlæja í dag ?

Hvaða staður er skemmtilegastur í skólanum ?

Segðu mér frá einhverju skrýtnu sem þú heyrðir í dag ?

Segðu mér einhvern einn hlut sem þú lærðir í dag ?

Hvenær leið þér best í skólanum í dag ?

Segðu mér frá einhverju góðu sem gerðist í skólanum í dag ?

Hvaða orð notaði kennarinn þinn oftast í dag ?

Hvað finnst þér að þú ættir að læra meira af í skólanum ?

Hvar leikur þú þér oftast í útiverunni ?

Við hvern varst þú að leika í dag?

Hvað voruð þið að gera í samverunni í dag?

Hvað var í matinn?

Hvað var uppáhaldið þitt í matartímanum í dag ?

Hvað voruð þið að gera í hópastarfi? (Kíkja kannski fyrst á hópastarfsfréttir og spyrja svo)

Hvernig var í leikfimi í dag?

Ef þú værir kennari á morgun, hvað mundir þú gera ?