Fréttabréf

Fréttabréf Bangsadeildar

Það eru fjórir starfsmenn á Bangsadeild Guðbjörg, Rósa, Inga, Lilja og Ásta.

Börnin eru 21 talsins og verða það í vetur. Við erum með 8, 3 ára börn (2015) og 13, 4 ára börn (2014), 12 strákar og 9 stelpur sem skiptast í þrjá hópa í hópastarfi.

Móttaka: Starfsmenn bjóða börnum og foreldrum góðan daginn með nafni og taka jákvætt/fagnandi á móti hverju barni/foreldri. Við bjóðum börnunum upp á rólegheit fram að morgunmat, t.d. borðvinnu eða smádót sem hægt er að dunda með. Við leggjum okkur fram um að læra á hvert barn, hvernig er best að taka á móti því.

Hópastarfshópar á Bangsadeild veturinn 2018-2019 – einu sinni í viku á mánudögum, frá kl. 10:30-11:20

 

Mánaðardagtal deildarinar: Er sent til foreldra í hverjum mánuði einnig er hægt að finna dagtölin inn á Facebook-síðu deildarinnar inn í myndamöppu sem er merkt dagtöl

SMT: Við erum SMT-skóli til að styðja öll börn skólans. Reglurnar fyrir hverja stund í skólanum eru settar fram þannig að þær eru einfaldar, nákvæmar og vel ljóst til hvers er ætlast. Reglur eru hafðar sýnilegar, hengdar upp á veggi og kenndar með sýnikennslu, dæmum og æfingum. Það er hrósað mikið en hvatning er lykillinn í þessari agastefnu. Við hrósum á ýmsa vegu til að umbuna fyrir árangur, framfarir og það sem vel er gert. Skýr mörk eru sett og skilgreind þannig að allt starfsfólkið vinnur eins. Börnunum er gert ljóst með sýnikennslu hvað er minniháttar og hvað ekki, eins og að lemja er óæskileg hegðun, en að hafa hendur og fætur hjá sér er æskileg hegðun. 

Á hverju hausti er upprifjun á SMT og við æfum þá grunnreglurnar með börnunum. Grunnreglurnar eru: „Nota inniröddina“, „Hafa hendur og fætur hjá sér“ og „Fara eftir fyrirmælum“. Tvisvar á skólaári ( haust og vor ) er sértök skráningarvika, þar sem við skráum óæskilega hegðun. Við notum þessa viku til að sjá hverjir þurfa á auka SMT-kennslu. Einnig er tvisvar á skólaári umbun hjá okkur en umbun er þegar börnin eru búin að safna ákveðnum fjölda af brosum. Börnin velja sjálf hugmyndir af því sem þau vilja gera og svo kjósum við um bestu/vinsælustu hugmyndina.

Dagskipulag:

Morgunmatur frá 8:10-8:45

Samverustundir – lesa, syngja og spjalla, veðurfræðingur, póstkassinn, stafakynning og SMT.

Opið milli deilda fyrir hádegi á miðvikudögum frá kl 9:00 – 10:15

Útivera er oftast tvisvar á dag og stundum förum við einnig eftir nónhressinguna kl 15:00.

Vettvangsferðir eru náms- og skemmtiferðir um bæinn okkar. Við skiptum okkur í tvo hópa – aldursblandaða og hvor hópur fer 2X í mánuði í ferð.

Þjónn: Í hádeginu veljum við eitt barn  sem er þjónn dagsins í og hann sér hádeginu. Barnið nær í matinn, segja frá hvað er í matinn og býður börnunum til borðs.

Leikfimin er á fimmtudögum eftir hádegi, skipt í tvo hópa og svo er KA-heimilið, fyrsta föstudag í mánuði þá förum við öll saman.

 Hópastarf: Börnin læri að vinna saman í hóp, taka tillit til hvors annars, vinna saman að fjölbreyttum verkefnum. Í heimspekisamræðum læra þau að rökstyðja mál sitt og bera virðingu fyrir skoðunum annarra og börnin öðlist öryggi innan hópsins. Börnin læra smátt og smátt að fara eftir ákveðnum fyrirmælum og hópastarfið auðveldar einnig hópstjóra að fylgjast náið með sínum börnum/hópi og þroska hvers barns. Heimspekisamræðan þjálfar börnin í koma hugsunum sínum í orð, greina hugmyndir sínar í sundur og í því að koma auga á áður óþekkt tengsl. Börnin verða færari í að mynda sér sjálfstæðar skoðanir eftir að hafa velt hlutunum gagnrýnið og skapandi fyrir sér. Börnin öðlast aukinn skilning á sjálfum sér og öðrum, og öðlast aukinn skilning á lífinu og tilverunni. Heimspekivinnan örvar málþroskann og stuðlar að rökvísi, víðsýni og sjálfstæðri og gagnrýnni hugsun.

Í september höfum við verið að vinna með umferðina og haustið. Við höfum verið að æfa okkur í að kynna okkur, farið í leiki, gert umferðaverkefni og myndlist. Í heimspekinni ætlum við að byrja á styttri sögum eða heimspekiæfingum og vinna svolítið útfrá áhuga hópsins. Eftir áramót byrjum við að vinna með bókina „Þegar Friðrik varð Fríða og þegar Rósa varð Ragnar“ (eldri árgangurinn). Bókina notuðum við í jafnréttisverkefninu og notum aðferðir barnaheimspekinnar – lesa – spyrja börnin hvað er áhugaverðast – skrá. Börnin velja samræðupunktinn með sínum orðum og hugmyndum og svo hefst rannsóknin. Styðjumst við kennsluleiðbeiningar og sókratíska spurningalistann: Af hverju, hvað meinarðu, hvaða ástæður hefur þú fyrir því, er hægt að líta þetta öðrum augum og svo frv.

Markmiðin m.a. í jafnréttisverkefninu var að börnin læri að rökstyðja viðhorf sín og skoðanir, virði skoðanir annarra, og átti sig á að leikir, hlutir, föt og litir eru stundum kynbundin sem þarf ekki að vera rétt viðhorf né skoðun. Börnin átti sig á því að allir eru jafnir, kyn á aldrei að hamla, hefta eða loka á óskir.

Leikur að læra: – http://www.leikuradlaera.is/ „Leikur að læra er kennsluaðferð þar sem börnum á aldrinum tveggja til tíu ára eru kennd öll bókleg fög í gegnum leiki, hreyfingu og skynjun á skipulagðan, líflegan og árangursríkan hátt“ (Leikur að læra, e.d.). Kennsluaðferðin er höfð með þarfir barnanna í huga út frá leik og hreyfingu. Þessi leikur er að mestu leiti kennarastýrður. Frjálsi leikurinn fær samt sem áður sitt rými. Það er í rauninni verið að samræma hreyfingu og kennslu barna. Þú getur aðlagað „Leikur að læra“ að flestum fögum. Í vetur verður „leikur að læra“ notað í hópastarfi, leikfimi, leiktíma á fimmtudögum og/eða þegar við höfum salinn. Afmæli barnanna: Þegar barn á afmæli fær það kórónu, sungið er fyrir það og kveikt á kertum. Barnið fær jafntframt að velja sönglög í samverustund auk þess að vera þjónn í hádeginu.

Aukaföt og box : Það er mikilvægt að muna að merkja fötin vel, hafa nóg af aukafötum. Deildin er ekki  með aukaföt (nema eitt sett af fötum sem er notað í neyð). Ef aukaföt klárast munum við hringja í foreldra eða setja miða í hólfið.

Hvað á að vera í boxinu:

Það er markmið okkar hér í leikskólanum að börnum líði sem best í leik og starfi 

Til þess að þeim líði vel er nauðsynlegt að klæðnaður þeirra sé þæginlegur og uppfylli þær kröfur að barninu sé hlýtt og það sé í þurrum fötum og hefti það ekki við leik. Útiföt þurfa að vera þæginleg og helst þannig að barnið geti hjálpað sér sem mest sjálft. Á Íslandi er allra veðra von þannig að það er nauðsynlegt að hafa föt við hæfi í leikskólanum. Í leikskólanum eru börn að leika sér. Þau eru að föndra, borða, þvo sér og leika úti. Í þessum verkefnum geta fötin blotnað eða orðið skítug. Einnig geta börnin blotnað úti í leik og því þarf auka inniföt og útiföt  Hér er listi yfir það sem við teljum að nauðsynlegt sé að hafa í hólfinu. Munið að merkja fötin vel, því við getum ekki þekkt hver á hvað, þar sem í leikskólanum eru meira en 90 börn og mörg eiga eins föt.

(Lágmark)

Útiföt

 • Pollagalli
 • Kuldagalli (ekki á sumrin)
 • Hlý peysa
 • Húfa og buff eða eyrnaskjól
 • Ullarsokkar
 • 2-3 vettlingar
 • Kuldaskór (yfir vetrartímann)
 • Stígvél
 • Léttir skór

Aukaföt

 • 2 nærbuxur
 • 2 nærbolur
 • 2 sokkar/sokkabuxur
 • 1 buxur
 • 1 bolur
 • 1 peysa

Í haust byrjaði leikskólinn með box í hólfinu staðin fyrir tösku. Þið þurfið að fylgjast vel með hvað fer úr boxinu og munið eftir að taka blaut/óhrein föt með heim eftir hvern dag. Á föstudögum á að tæma hólfið en fötin í boxinu mega vera áfram. Mikilvægt er að þegar þið tæmið hólfið að taka allan skófatnað með heim.

Leikskólinn er í samstarfsverkefni við Tónlistarskólann: Verkefnið heitir Söngvaflóð – https://www.tonak.is/is/songbok . Á föstudögum í hverri viku kemur Sigríður Hulda Arnardóttir og er með söngsal. Hittast allar deildir í salnum og syngja.

Samstarf við Öldrunarheimilið Hlíð (Kisudeild og Bangsadeild): Fjögra ára börnin (árg. 2014) eru í þessu samstarfi. Hópur fjögurra ára barna og eldir borgarar á Hlíð hittast reglulega eða um það bil fjórum sinnum á ári. Tvisvar fyrir áramót og tvisvar eftir áramót. Hópaskipting kemur seinna.