Hópastarf Kisu

Hópastarfið hefst í september og stendur fram í maí. Við byrjum venjulega á umferðaþema í september og læra að vera saman í hóp. Í hópastarfinu hjá okkur fer alltaf fram fjölbreytt nám, unnið er að fjölbreytilegum verkefnum sem ná til allra grunnþátta menntunnar sbr. Aðalnámskrá leikskóla 2011. (sjá hér:  http://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar/adalnamskra-leikskola/)

Við notum alltaf áhugasvið barnahópsins hverju sinni og gerum þannig kennsluna skemmtilega og áhugaverða. Í hópastarfinu er viðfangsefnið oft nálgast með aðferðum barnaheimspekinnar eins og í öðru starfi deildarinnar, með spurningum og vangaveltum.

Öll börn safna ýmsu í hópastarfsmöppurnar sínar … Hopastarfsmoppurnar

Hópastarf er á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl 10:30-11:20. Fimm börn eru saman í hóp skólaárið 2016-2017 og hér eru hópskiptingin hjá kisubörnum og hópstjórar hvers hóp :

Markmið með hópastarfinu: er að gera eitthvað markvisst og skemmtilegt saman. Markmiðin með hópastarfinu er að stuðla að samheldni og ábyrgðarkennd barnanna gagnvart hvert öðru, að barnið myndi tengsl við jafningja sína og læri að vinna saman í hóp, að barnið læri smátt og smátt að fara eftir ákveðnum fyrirmælum og hópastarfið auðveldar einnig hópstjóra að fylgjast náið með sínum börnum/hópi og þroska hvers barns. Í hópastarfi skapast gott tækifæri til þess að hlægja saman, skapa saman og læra saman.