Samverustundir

Samverustundir á Kisudeild

Stafakynning: Í stafakynningu kynnum við einn eða tvo bókstaf í einu, skoðum hvernig hann er stór og lítill. Hvernig hann er skrifaður, hvað hann segir, hvaða orð hann á og fáum þá tillögur frá börnunum – hver á J? Við leikum okkur síðan með stafinn í orðum og/eða myndlist alla vikuna. (sjá meira hér)

Stig af stigi: Kennsluefni sem gaman er að … – sjá nánar um efnið hér

Kíkt í póstkassann: Þegar við kíkjum í póstkassann pælum við stundum í stöfunum og setningunum, annars skoðum við bréfin barasta og skemmtum okkur. Við hvetjum foreldra til að vera dugleg við að fá börnin til að segja sögur eða brandara til að setja í póstkassann.

Veðurfræðingur: Í samverum skiptast börnin alltaf á að spá í veðrið, merkja inn hvort það er logn eða rok, snjór eða rigning, hiti eða kuldi og svo framvegis. Veðurfræðingurinn hjálpar okkur síðan við að ákveða hvernig er best að klæða sig út.

Töfrahatturinn: Börnin skiptast á að draga uppúr töfrahattinum spjald sem segir til hvað hópurinn gerir í samverustundinni, þau galdra uppúr hattinum til dæmis miða sem stendur á: Slá upp balli eða Semja sögu, eða Lesa ljóð eða Horfa á stafakarlana og svo framvegis.

Dagurinn og mánuðurinn: Við veltum stundum fyrir okkur hvaða dagur er, spáum í árstíðunum, klukkunni og mánuðinum, hver er þá næstur og svo framvegis.

Lesum: Við lesum fullt af skemmtilegum barnabókum, spjöllum og veltum fyrir okkur söguþræðinum eða höfundinum. Stundum segja börnin líka hópnum frá upphaldsbókinni sinni eða jafnvel lesa fyrir hópinn.

Segjum frá: Við erum dugleg að biðja börnin að koma fram fyrir hópinn og segja frá einhverju skemmtilegu, nú eða segja brandara.

Loðtöflusögur: Við segjum fullt af skemmtilegum loðtöflusögum, sögur sagðar ekki lesnar og myndir hengdar upp á loðtölfu.

Leikir: Við erum dugleg að fara í allskonar leiki, eins og til dæmis hver er undir teppinu, stólaleikinn og svo framvegis.

Fræðsluefni: Við lesum eða segjum frá einhverju stórmerkilegu í samverustundum…… til dæmis af hverju er öskudagur, eða skoðum mismunandi gogga á fuglum o.s.frv.

Markmið með samverustundum: Er m.a. að koma saman í upphaf dags og eiga notalega, lærdómsríka og gleðilega stund saman. Samverustundir er góður vettvangur málræktar, þar sem m.a. börnin hlusta á vandaðar barnabækur, koma fram og tjá sig. Í söngstundum leika börnin sér með rím, rytma ásamt því að syngja af hjartans list. Í samverustunum leitumst við að gera ritmál sýnilegt fyrir börnin. Svo og kynna fyrir þeim hljóðfæri og hvernig söngur og hljóðfæri vinna saman. Í söngstundum leika börnin sér með rím, rytma ásamt því að syngja af hjartans list. Í samverustunum leitumst við líka við að gera ritmál sýnilegt fyrir börnin.