Sönglög Kríu

Sönglög Kríu

Heilsárslög

Söngur Lundarsels

Lundarsel ó Lundarsel
það er skólinn minn.
Þar er gott að vera,
ýmislegt að gera.
Lundarsel ó Lundarsel
það er skólinn minn.
(Lag: Allir krakkar).

Það var einu sinni api

Það var einu sinni api
í voða góðu skapi,
hann vildi ekki matinn en fékk sér banana.
Bananana nog nog, bananana nog nog.
Bananana bananana bananana nog nog.(Lag: The Adams family).

Upp, upp

Upp, upp, upp á fjall,
upp á fjallsins brún.

Niður, niður, niður, niður
alveg niður á tún.

Dúkkan hennar Dóru

Dúkkan hennar Dóru var með sótt, sótt, sótt.
Hún hringd´og sagði lækn´að koma fljótt, fljótt, fljótt.
Læknirinn kom með sína tösk´og sinn hatt.
Hann bankað´á hurðina; ratatatata.

Hann skoðaði dúkkuna og hristi sinn haus;
Hún strax skal í rúmið og ekkert raus.
Hann skrifað´á miða hvaða pll´ ´ún skyldi fá.
Ég kem aftur á morgun ef hún er enn veik þá.

 Stóra brúin

Stóra brúin fer upp og niður,
upp og niður, upp og niður.
Stóra brúin fer upp og niður,
allan daginn.
Bílarnir aka yfir brúna,
yfir brúna, yfir brúna.
Bílarnir aka yfir brúna,
allan daginn.
Skipin sigla undir brúna,
undir brúna, undir brúna.
Skipin sigla undir brúna,
allan daginn.
Flugvélar fljúga yfir brúna,

yfir brúna, yfir brúna.
Flugvélar fljúga yfir brúna,
allan daginn.
Fólkið gengur yfir brúna,
yfir brúna, yfir brúna.
Fólkið gengur yfir brúna,
allan daginn.

Vikan-mánuðirnir

Sunnudagur, mánudagur,
þriðjudagur, miðvikudagur
og fimmtudagur, föstudagur
og laugardagur; þá er vikan búin.

Janúar, febrúar,
mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst,
september, október,
nóvember og desember.

Dvel ég í draumahöll

Dvel ég í draumahöll
og dagana lofa.
Litlar mýs um löndin öll
liggja nú og sofa.
Sígur ró á djúp og dal,
dýr til hvílu ganga.
Einnig sofna skolli skal
með skottið undir vanga.

Allir krakkar

Allir krakkar, allir krakkar
eru í skessuleik.
Má ég ekki mamma,
með í leikinn þramma.
Mig langar svo,
mig langar svo að lyfta mér á kreik.

 Afi minn og amma mín

Afi minn og amma mín,
út á Bakka búa.
Þau eru bæði sæt og fín.
Þangað vil ég fljúga.

Fljúga hvítu fiðrildin

Fljúga hvítu fiðrildin,
fyrir utan glugga;
þarna siglir einhver inn
ofurlítil dugga.

Sigga litla systir mín

Sigga litla systir mín
situr út í götu,
er að mjólka ána sín
í ofurlitla fötu.

Gulur, rauður.

Gulur, rauður, grænn og blár.
Svartur, hvítur, fjólublár.
Brúnn, bleikur, banani, appelsína talandi.
Gulur, rauður, grænn og blár
Svartur, hvítur, fjólublár.

Við klöppum öll einu

Við klöppum öll einu
Við klöppum öll einu
Það líkar okkur best
Stöppum, hoppum….

Haldið ekki að Halli komi á grúfunni

á heljarstökki fram af einni þúfunni.
Hann fór það bara fínt
hann hélt hann hefði týnt
gleraugunum, höfðinu eða húfunni.
;,;Við erum söngvasveinar
á leiðinni út í lönd;,;
Leikum á flautu, skógarhorn og skógarhorn,
leikum á flautu, fiðlu og skógarhorn.
Og við

Ding dong

Ding dong sagði lítill grænn froskur einn dag
Ding dong sagði lítill grænn froskur.
Ding dong sagði lítill grænn froskur einn dag
og svo líka ding dong spjojojojo..

King kong sagði stór svartur api einn dag,
king kong sagði stór svartur api.
King kong sagði stór svartur api einn dag.
Og svo líka king kong aaaaa…

Uuh Aah sagði lítil græn eðla einn dag.
Uuh aah sagði lítil græn eðla.
Uu Aah sagði lítil græn eðla einn dag
og svo líka Uuh Aah Eeeee..

um dansað hoppsassa…

Bumbulagið

:,:Við erum svangir sveinar á leiðinni í mat:,:
Við setjumst og borðum
Nammi nammi nammi namm,
setjumst og borðum, nammi nammi namm.
:,:Og við ætlum að fá okkur stóra vömb stóra vömb stóra vömb stóra vömb:,:

Þú skalt klappa

Þú skalt klappa ef
þú hefur létta lund,
Þú skalt klappa ef
þú hefur létta lund.
Þú skalt klappa allan daginn,
svo það heyrist út um bæinn.
Þú skalt klappa ef
þú hefur létta lund.

Sett í staðinn fyrir klappa:
Stappa, hoppa, smella, banka á höfuð og segja jú-hú og í seinasta erindinu gera allt í röð.

Ein stutt, ein löng

Ein stutt, ein löng
hringur á stöng
og flokkur sem spilaði
og söng.

Köttur og mús
og sætt lítið hús.
Sætt lítið hús 
og köttur og mús.

Ein stutt, ein löng…….

Penni og gat
og fata sem lak.
Fata sem lak
og penni og gat.

Ein stutt, ein löng…….

Lítill og mjór
og feitur og stór.
Feitur og stór
og lítill og mjór.
Ein stutt, ein löng,
hringur og stöng
og flokkur sem spilaði
og söng.

Lag um nef

Nú setjum við nebbana upp,
alveg upp í loftið.

Svo setjum við nebbana niður,
alveg nið’rá gólfið.
Trallla lalla lalla
Trallla lalla lall
Tralla lalla lalla
Lalla.
(Þumalfingur, vísifingur, höfuðið og fleira)

Í leikskóla er gaman

Í leikskóla er gaman
þar leika allir saman.
Leika úti og inni
og allir eru með.

Hoðna leir og lita,
þið ættuð bara að vita
hvað allir eru duglegir
í leikskólanum hér.

Kalli litli kónguló

Kalli litli kónguló
klifraði upp í tré.
Þá kom regnið og Kalli litli datt
upp kom sólin og þerraði hans kropp
og Kalli litli kónguló klifraði upp í topp.

Bátasmiðurinn

Ég negli og saga og smíða mér bát
og síðan á sjóinn ég sigli með gát.
Og báturinn vaggar og veltist um sæ,
ég fjörugum fiskum með færinu næ.

 Gráðug kerling

Gráðug kerling
hitaði sér velling
og borðaði, namm, namm, namm,
síðan sjálf jamm, jamm, jamm,
af honum heilan helling.
Svangur karlinn
varð alveg dolfallinn
og starði svo, sko, sko, sko,
heilan dag, oh, oh, ho
ofan í tóman dallinn.

Strætisvagninn

Hjólin í strætó snúast í hring, hring, hring,
hring, hring, hring, hring, hring, hring.
Hjólin í strætó snúast í hring, hring, hring,
út um allan bæinn.
Dyrnar á strætó opnast út og inn,
út og inn, út og inn.
Dyrnar á strætó opnast út og inn,
út um allan bæinn.
Peningarnir í strætó segja kling, kling, kling,
kling, kling, kling, kling, kling, kling.
Peningarnir í strætó segja kling, kling, kling,
út um allan bæinn.
Krakkarnir í strætó segja uh, uh, uh,
Uh, uh, uh, uh, uh, uh.
Krakkarnir í strætó segja uh, uh, uh,
út um allan bæinn.
Bílstjórinn í strætó segir ssh, ssh, ssh,
ssh, ssh, ssh, ssh, ssh, ssh.
Bílstjórinn í strætó segir ssh, ssh, ssh,
út um allan bæinn.

Gulur, rauður.

Gulur, rauður, grænn og blár.
Svartur, hvítur, fjólublár.
Brúnn, bleikur, banani, appelsína talandi.
Gulur, rauður, grænn og blár
Svartur, hvítur, fjólublár.

Tröllalagið (Lag: Eitt skref til hægri..)

Hátt upp´í fjöllunum, þar búa tröllin.
Tröllapabbi, Tröllamamma og líka Trölli Rölli.
HÓ, segir Tröllapabbi, hó segir Tröllamamma.
En hann litli Trölli Rölli segir bara hó.

Bumbulagið

:,:Við erum svangir sveinar á leiðinni í mat:,:
Við setjumst og borðum
Nammi nammi nammi namm,
setjumst og borðum, nammi nammi namm.
:,:Og við ætlum að fá okkur
stóra vömb stóra vömb stóra vömb:,:

Brunaliðið

Ba bú ba bú brunabíllinn flautar.
Hvert er hann að fara?
Vatn á eld að srpauta
Dss dsss dsss dss.
Gerir alla blauta.

Mjá mjá mjá mjá mjálmar gráa kisa .
Hvert er hún að fara?
Út í skó að ganga
Uss uss uss uss
Skógarþröst að fanga.

Bí bí bí bí skógarþröstur syngur.
Hvert er hann að fara?
Burt frá kisu flýgur
Uí uí uí uí
Loftin blá hann smýgur.

Vinalagið (Lag: Meistari Jakob)

:,:Við erum vinir:,:
:,:Ég og þú:,:
:,:Leikum okkur saman:,:
:,:Bimm bamm búmm.:,:

Við erum góð (Lag: Litalagið)

Við erum góð, góð hvert við annað.
Aldrei meiðum eða stríðum við.
:,:Þegar við grátum huggar okkur einhver,
þerrar tár og klappar okkar kinn:,:

Fiskarnir tveir

Nú skulum við syngja um fiskana tvo,
þeir ævi sína enduðu í netinu svo
þeir syntu og syntu og syntu um allt,
En mamma þeirra sagði; vatnið er kalt.
“Ba ba, bú bú, ba ba bú.“
En mamma þeirra sagði; vatnið er kalt.

Einn hét Gunnar en hinn hét Geir
þeir voru pínulitlir báðir tveir
þeir syntu og syntu og syntu um allt
en mamma þeirra sagði; vatnið er kalt.
“Ba ba, bú bú, ba ba bú.“
En mamma þeirra sagði; vatnið er kalt.

Litlu andarungarnir

Litlu andarungarnir
:,:allir synda vel:,:
:,:Höfuð hneigja í djúpið og hreyfa lítil stél.:,:

Litlu andarungarnir
:,:ætla út á haf:,:
:,:fyrst í fjarlægð skima og fara svo í kaf.:,:

  Þumalfingur

Þumalfingur, þumalfingur
hvar ert þú?
Hér er ég, hér er ég.
Góðan daginn, daginn, daginn.

“sungið um alla fingurna“

Nammilagið

Ef regnið væri úr bleiku bangsagúmí,
rosalegt fjör yrði þá.
Ég halla mér aftur, set tunguna út,
uu-uu…

Ef snjórinn væri úr sykurpúða og pappi,
rosalegt fjör yrði þá.

Ef sólin væri á bragðið eins og sleikjó,
rosalegt fjör yrði þá.

Höfuð, herðar, hné og tær

Höfuð, herðar, hné og tær,
hné og tær.
Höfuð, herðar, hné og tær,
hné og tær.
Augu, eyru, munnur og nef
höfuð, herðar, hné og tær.
Hné og tær.

Um landið bruna

Um landið bruna bifreiðar, bifreiðar, bifreiðar.
Með þeim við skulum fá oss far
og ferðast hér og þar.

Viðlag:
Ba bú, ba bú,
tral la la la la la.

Um loftin fljúga flugvélar, flugvélar,
flugvélar.
Með þeim við skulum fá oss
far og ferðast hér og þar.

Viðlag… … … …

Um höfin sigla skúturnar, skúturnar,
skúturnar.
Með þeim við skulum fá oss far
og ferðast hér og þar.

Druslan

Við setjum svissinn á,
og við kúplum gírnum frá,

þá er startað og druslan fer í gang. 
;;runn;;
Það er enginn vandi
að aka bifreið,
ef maður bara kemur
henni í gang.
Bíb, bíb.

Tombai

Tombai, tombai, tombai, tombai,
tombai, tombai, tombai.
Don, don, don, diri don
di ri di ri don.
;;Tra la la la la tra la la la la
Tra la la la la la hei!;;

Tilfinningablús

Ég finn það oní maga. Ohó
Ég finn það oní fætur. Ohó

Ég finn það framm í hendur. Ohó
Ég finn það upp í höfuð. Ohó

Ég finn það hér og hér og hér og
hér og hér og hér og hér.
Hvað ég er glöð/reið/leið/þreytt/
hvess/svöng.
Hér inn í mér.

Við erum söngvasveinar

;.;Við erum söngvasveinar, 
á leiðinni út í lönd;,;
Leikum á flautu,
skógarhorn og skógarhorn.
Leikum á flautu, fiðlu og skógarhorn.
Og við getum dansað hoppsassa, hoppsassa… … … .

 

Vetrarlög

Krummi svaf í klettagjá

Krummi svaf í klettagjá,
kaldri vetranóttu á,
:,:verður margt að meini:,:
Fyrr en dagur fagur rann
freðið nefið dregur hann
:,:undan stórum steini.:,:

Frost er úti fuglinn minn

Frost er úti fuglinn minn,
ég finn hvað þér er kalt.
Nærðu engu í nefið þitt,
því nú er frosið allt?
En ef þú bíður augnablik
ég ætla að flýta mér,
að byðja hana mömmu mína
um mylsnu handa þér.

Nú er úti norðanvindur

Nú er úti norðanvindur,
nú er hvítur Esjutindur (Súlutindur).
Ef ég ætti úti kindur,
mundi’ ég láta’ þær allar inn,
elsku besti vinur minn!
:,:Úmbarassa, úmbarassa, úmbarassassa:,:

Upp er runninn öskudagur,
ákaflega skýr og fagur.
Einn með poka ekki ragur
úti vappar heims um ból.
Góðan daginn, gleðileg jól!
:,: Úmbarassa….:,:

Mér er kalt á tánum 

Mér er kalt á tánum,
ég segi það satt.
Ég er skólaus og skjálfandi
og hef engan hatt.

Það snjóaði í morgun
það snjóaði í dag
ég er hreint ráðalaus,
en hvað um það.

Ég syng mína vísu
um snjóinn og mig.
Tra, la, la, la, la, la, la
um snjóinn og mig.

Úti í bæ á öskudag
eru skrítin læti.
Krakkar á því kunna lag,
kvik og létt á fæti.
Létt og hljótt þau læðast um lauma á fólkið pokunum.
Tralla la la….

Nú gaman, gaman er

Nú gaman gaman er
í góðu veðri að leika sér
og fönnin hvít og hrein
og hvergi sér á stein.
Ó já húrra trall la. la. la.
Svo bind ég skíði á fiman fót
og flýg um móa og grjót
húrra, húrra, húrra

Og hér er brekkan há
nú hleyp ég fram af lítið á
og hríðin rýkur hátt.
Ég held það gangi dátt.
Ó já húrra trall la la.
Í fluginu mitt hjarta sló
ég hendist fram á sjó.
Húrra, húrra, húrra.

Út í bæ á öskudag
(lag: skín í rauðar skotthúfur.)

Út í bæ á öskudag
eru skrítin læti.
Krakkar á því kunna lag,
kvik og létt á fæti.
Létt og hljótt þau læðast um
lauma á fólkið pokunum.
Tralla la la la la… … … ..

Sprengidagur

Á sprengidegi er bumban
að springa hreint á mér
því magnið er ei smátt
sem í magan fer.
Af saltkjöti og baunum
ég sáðningu í magann fæ.
Af saltkjöti og baunum
Ég saddur verð og hlæ.

Já bragðgóðar eru
baunirnar, baunirnar, baunirnar
já bragðgóðar eru
baunirnar húllum hæ.

 

 

 

Krummi krunkar úti

Krummi krunkar úti,
kallar á nafna sinn:
„Ég fann höfuð af hrúti,
hrygg og gæruskinn.
Komdu nú og kroppaðu með mér,
krummi nafni minn.
Komdu nú og kroppaðu með mér,
krummi, nafni minn.“

Allir hlæja á öskudaginn

Allir hlæja á öskudaginn
Ó, mér finnst svo gaman þá.
Hlaupa lítil börn um bæinn
og bera poka til og frá.

Akureyringar erum við

Akureyringar erum við
og það er voða gaman,
hlaupum inn í búðirnar
og syngjum sitthvað saman.
Þeir sem horfa á okkur
þeir verða skrýtnir í framan.
Akureyringar erum við
og það er voða gaman,

Þorraþræll

Nú er frost á fróni frýs í æðum blóð,
kveður kuldaljóð Kári’í jötunmóð.
Yfir laxalóni liggur klakaþil
hlær við hríðarbil hamragil.
Mararbára blá blotnar þung og há
unnar steinum á yggld og grett og brá.
Yfir aflatjóni æðrast skipstjórinn.
Hamrar hlutinn sinn ásetinn.

Vetrardagur

Nú öll við skulum
koma á kreik.
Í kátan, glaðan leik.
Í snjókast fljótt
við förum öll
því fannhvít glitrar
lausamjöll.
Hér úti er verksvið
æðrið nóg.
Og efni í menn
og hús úr snjó.
Nú öll við skulum
koma á kreik.
Í kátan glaðan leik.

Snjókarlasöngur
(Lag Eldgamla Ísafold) 

Hér sérðu myndarmann,
makalaus virðist hann
glatt er hans geð.
Byggður úr blautum snjó
brosandi er karlinn þó
púandi pípuhró
pípuhattinn með.

Þetta er fyrsti karl
núna kemur annar karl
hann er alveg eins.
Byggður úr blautum snjó,
brosandi er karlinn þó
púandi pípuhró
pípuhattinn með.

Þetta var annar karl,
nú kemur þriðji karl…O.s.frv.

 

Bolludagur
(lag: við erum söngvasveinar)

Á bolludegi fer ég með
bolluvönd á kreik.
Mér alltaf þykir gaman
að leika þennan leik.
Ég bolla og bolla á bossann
á þér fast ég slæ.
Bolla og bolla og bollu
í laun ég fæ.

Já bragðgóðar eru
bollurnar, bollurnar, bollurnar
já bragðgóðar eru
bollurnar húllum hæ.

Hæ, Hæ, Hó hendumst út í snjó

Hæ, hæ, hó hendumst út í snjó
sleðarnir í brekku bruna.
Börnin kát í snjónum una.
Hæ, hæ, hó hendumst út í snjó.

 

 

Vorlög

Göngum göngum

Göngum göngum,
göngum upp í gilið
gljúfrabúann til að sjá.
Þar á klettasyllu svarti krummi
sínum börnum liggur hjá.

Við göngum mót hækkandi sól

Við göngum mót hækkandi sól, sól, sól,
og sjáum hana þýða allt sem kól, kól, kól.
;.; Svo vætlurnar streyma og vetrinum gleyma, því vorið er komið með sól, sól, sól;,;

Í fjalladal

Í fjalladal, í fjalladal
er fagurt oft á vorin,
er grænkar hlíð og glóa blóm
og glymur loft af svanahljóm.
Í fjalladal, í fjalladal
er fagurt oft á vorin.

Sólin skín

Sólin skín og skellihlær
við skulum syngja lag
því vetur var kaldur í gær
en vorið er komið í dag.
Fallerý fallera
fallerý falleraha… … …
En vorið er komið í dag.

Bráðum kemur betri tíð

Bráðum kemur betri tíð
með blóm í haga,
sæta langa sumardaga.
Þá er gaman að trítla um tún
og tölta á engi,
einkum fyrir unga drengi.
Folöldin þá fara á sprett
og fuglinn syngur,
og kýrnar leika við hvurn sinn fingur.

Vorvísur

Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn.

Allt er nú sem orðið er nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.

Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur. 
Eins mig fýsir alltaf þó
aftur að fara í göngur.

Bráðum fæðast lítil lömb

Bráðum fæðast lítil lömb,
leika sér og hoppa.

Með lítinn munn og litla vömb,
lambagrasið kroppa.
Við skulum koma
og klappa þeim
kvöld og bjartar nætur.
Reka þau að húsum heim
hvít meða gula fætur.

Fuglarnir sem flýðu í haust,
fara að koma bráðum.

Syngja þeir með sætri raust
sveifla vængjum báðum.

Við skulum hlægja og heilsa þeim
hjartans glöð og fegin.

Þegar þeir koma þreyttir heim
þúsund mílna veginn.

Smaladrengurinn

Út um græna grundu
gaktu hjörðin mín;

yndi vorsins undu
ég skal gæta þín.

Sól og vor ég syng um,
snerti gleðistreng
leikið, lömb í kringum
lítinn smaladreng.

Allir Krakkar á kreik

Allir krakkar á kreik
komum strax út í leik,
því vorið og sólskinið kallar.
Lékum fjörugt og létt,
eins og lömbin á sprett
út um ljómandi 
grundirnar allar
Tra la la la … … … .

Vertu til

Vertu til, er vorið kallar á þig.
Vertu til að leggja hönd á plóg.
Komdu út því að sólskinið vill sjá þig
sveifla hak og rækta nýjan skóg.
Hei.
Sveifla hak og rækta nýjan skóg.

Krakkar úti kátir hoppa

Krakkar úti kátir hoppa
úr koti og höll.

Léttfættu lömbin skoppa
um laut og völl.
Smalar í hliðum hóa
sitt hvella lag.
Kveður í lofti lóa
svo léttan brag.

Vetrarins fjötur fellur
þá fagnar geð.
Skólahurð aftur skellur
og skruddan með.
Sóleyjar vaxa í varpa
og vorsól skín.
Velkomin vertu, harpa,
með vorblóm þín.

 Vertu til

Vertu til er vorið kallar á þig
vertu til að leggja hönd á plóg.
Komdu út því að sólskinið vill sjá þig,
sveifla haka og rækta nýjan skóg – hei!
sveifla haka og rækta nýjan skóg – hei!

Vorið er komið

Vorið er komið og grundirnar gróa
gilin og lækirnir fossa af brún.Syngur í runni og senn kemur lóa,svanur og tjarnir og þröstur í tún.;;Nú tekur hyrna um hólma og sker,hreiðra sig blikinn og æðurinn fer;;Hæðirnar brosa og hlðiarnar dala, hóar þar smali og rekur á ból.Lömbin sér una um blómgaða balabörnin ssér leika að skeljum á hól.

Maístjarnan

Ó hve létt er þitt skóhljóð
ó hve lengi ég beið þín,
það er vorhret á glugga
napur vindur sem hvín,
en ég veit eina stjörnu,
eina stjörnu sem skín,
og nú loks ertu komin
þú ert komin til mín.
Það eru erfiðir tímar.
Það er atvinnuþref.
Ég hef ekkert að bjóða,
ekki ögn sem ég gef.
Nema von mína og líf mitt.
Hvort ég vaki eða sef.
Þetta eitt sem þú gafst mér,
það er allt sem ég hef.
En í kvöld lýkur vetri.
Sérhvers vinnandi manns.
Og á morgun skín maí sól,
það er maí sólin hans.
Það er maí sólin okkar.
Okkar einingar bands
fyrir þér ber ég fána
Þessa framtíðarlands.

Vorvindar glaðir

Vorvindar glaðir, glettnir og hraðir,
geysast um löndin rétt eins og börn.
Lækirnir skoppa, hjala og hoppa,
hvíld er þeim nóg í sæ eða tjörn.

;.;Hjartað mitt litla hlustaðu á.
Hóar nú smalinn brúninni frá.
Fossbúinn kveðu, kætir og gleður.
Frjálst er í fjalladal;;

Vorljóð

Með vindinum þjóta skúraský.
Drýpur dropp, dropp, dropp,

drýpur dropp, dropp, dropp.
Og droparnir hníga og detta á ný.
Drýpur dropp, dropp, dropp,
drýpur dropp, dropp, dropp.

Nú smáblómin vakna eftir vetrarblund.
Drýpur dropp, dropp, dropp,
drýpur dropp, dropp, dropp.
Þau augun sín opna, er grænkar grund.
Drýpur dropp, dropp, dropp,
drýpur dropp, dropp, dropp.

Mér um hug og hjarta nú

Mér um hug og hjarta nú
hljómar sætir líða
óma vorljóð, óma þú
út um grundir víða.
Hljóma, þar við hús þú sér
hrýrleg blómin skína.
Fríðri rós, ef fyrir ber,
færðu kveðju mína.

Lóan er komin

Lóan er komin að kveða burt snjóinn,
kveða burt leiðindinm, það getur hún.
Hún hefur sagt mér að senn komi spóinn,
sólskin í dali og blómstrar í tún.

Hún hefur sagt mér til syndanna minna,
ég sofi of mikið og vinn ekki hót.

Hún hefur sagt mér að vaka og vinna
vonglaður taki ég nú sumrinu mót.

Það er sem

Það er se, gatan glói,
í geislum jörðin flói

og glymji allt af hlátri, er vora fer.
Þá grænkar grund og flói
og gellur kátur spói
og glaðar lækjarsprænur hossa sér.

Já það er vor, vor, vor,
með vængjaþyt og söng
nú verður létt hvert spor
um dægrin löng.

Það er sem gatan glói, 
í geislum jörðin flói
og glymji allt af hlátri, er vora fer.
Þá grænkar grund og flói
og gellur kátur spói
og glaðar lækjarsprænur hossa sér.

Sumarlög

 

Sól, sól, skín á mig

Sólin er risin,
sumar í bænum,
sveitirnar klæðast nú
feldinum grænum.
Ómar allt lífið af ylríkum söng
unaðsbjörtu dægrin löng.

Viðlag;
Sól, sól skín á mig
ský, ský burt með þig.
Gott er í sólinni 
að gleðja sig.
Sól, sól skín á mig.

Blóm vekur skrautlegan
iðandi angan.
Andblærinn bælir við
marglitan vanga.
Ómar allt lífið af ylríkum söng
unaðsbjörtu dægrin löng.

Hátt upp í tré

Hátt upp í tré
Í Hallormsstaðaskóg,
þar heyri ég fagran þrastarsöng.

Hei, kom, fallira, húrra-hei.

Hátt upp í tré,
í Kjarnaskóg.
Þar heyri ég fagran þrastarsöng,
Hæ, korri, rorri rorri, rorriró.

Sá ég spóa

Sá ég spóa
suður í flóa.

Syngur lóa
út í móa:
Bí, bí, bí, bí
vorið er komið víst á ný.

Signir sól

Signir sól sér-hvern hól.
Sveitin klæðist geislakjól.

Blómin blíð, björt og fríð blika fjalls í hlíð.
Nú er fagurt flest í dag.
Fuglar syngja gleði brag.
Sumar ljóð sæl og rjóð,
syngja börnin góð.

17. júní

Blómin springa út og þau svelgja í sig sól,
sumarið í algleymi og hálft ár enn í jól.

Í hjarta sínu fólkið gleðst og syngur lítið  lag.
Því lýðveldið Ísland á afmæli í dag.
;;Hæ hó jíbbí jey og jíbbí jey
það er komin 17. júní.;;

Jóni heitnum Sigurðssyni færir forsetinn
fyrna mikinn árvissan stóran blómsveiginn.

Fjallkonan í munderingu prílar upp á pall
með prjáli les upp ljóð eftir löngu dauðan kall.
;;Hæ hó jíbbí jey og jíbbí jey… … …;;

Skrúðgöngurnar þramma undir lúðrasveitaleik, lítil börn með blöðru en eldri snafs og reyk.
Síðan líður dagurinn hátíðannahöld,
heitar étnar pylsurnar við fjölmörg sölutjöld.
;;Hæ hó jíbbí jey og jíbbí jey… … …;;

Um kvöldið eru allstaðar útidansleikir.
Að sunnan koma rándýrir skemmtikraftarnir.
En rigning bindur enda á þetta gleðigeim, því gáttir opnast himins svo allir fara heim.
;;Hæ hó jíbbí jey og jíbbí jey… … …;;

Með sól

Með sól í hjarta og söng á vörum
við setjumst niður í grænni laut.
Í lágu kjarri við kveikjum eldinn
og kakó hitum og eldum graut.
(meiri graut!!!!)

Á barnadaginn

Sumardaginn fyrsta
var mér gefin kista,
styttuband og klútur
og mosóttur hrútur.

Sumarkveðja

Ó blessuð vertu sumarsól
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir fjöllin himinhá
og heiðarvötnin blá.
Nú fossar, lækir unni ár
sér una við þitt gyllta hár.
Nú fellur heitur haddur þinn
um hvíta jökulkinn.

Þú klæðir allt í gull og glans,
þú glæðir allar vonir manns,
og hvar sem tárin kvika á kinn,
þau kyssir geislinn þinn.
Þú fyllir dalinn fuglasöng,
nú finnast ekki dægrin löng
og heim í sveitir sendiðru æ
úr suðri hlýjan blæ.

 

 

 

 

 

Upp á grænum grænum

Upp á grænum grænum,
himinháum hól
sá ég hérahjónin ganga.
Hann með trommu bomm bomm
bomm boromm bomm bomm,
hún með fiðlu sér við vanga.
Þá læddist að þeim lótur byssukarl
og miðaði í hvelli,
en hann hitti bara trommuna sem small
og þau hlupu og héldu velli.

Heiðlóarkvæði

Snemma lóan litla í
lofti bláu dirrindí
undir sólu syngur:
„Loftið’ gæsku gjafarans,
grænar eru sveitir lands
fagur himinhringur.

Ég á bú í berjamó.
Börnin smá í kyrrð og ró

heima í hreiðri bíða.
Mata ég þau af móðurtryggð,
maðkinn tíni þrátt um byggð
eða flugu fríða.

Lóan heim úr lofti flaug,
ljómaði sól um himinbaug,
blómi grær á grundu,-
til að annast unga smá.
-Alla étið hafði þá
hrafn fyrir hálfri stundu.

Þingvallasöngur

Öxar við ána árdags í ljóma
upp rísi þjóðlið og skipist í sveit.
Skjótum upp fána. Skært lúðrar hljóma.
Skundum á Þingvöll og treystum vor heit.
Fram, fram, aldrei að víkja.
Fram, fram, bæði menn og fljóð.
Tengjumst tryggðarböndum, tökum saman höndum.
Stríðum, vinum vorri þjóð. 

Blessuð sólin elskar allt

Blessuð sólin elskar allt
allt með kossi vekur.

Haginn grænn og hjarnið kalt
hennar ástum tekur.

Geisla hennar út um allt
eitt og sama skrifar
á hagann grænan, hjarnið kalt
himneskt er að lifa.

Sólargeislinn

Þú sólargeisli sem gægist inn
og glaður skýst inn
um gluggann minn.
Mig langar svo til að líkjast þér
og ljósi varpa á hvern sem er.

Nú er sumar

Nú er sumar
gleðjist gumar.
Gaman er í dag.
Brosir veröld víða.
Veðurlagsins blíða
;;eykur yndishag.;;

Veðrahöllin,
vellir fjöllin,
vötn og fuglar smá,
benda blítt og kalla:
Burt með frestun alla,
;;lagsmenn leggið á!;;

Látum spretta
spori létta
spræka fáka nú.
Eftir sitji engi
örvar víf og drengi
;;sumarskemmtun sú.;; 

Tíminn líður,
tíminn býður
sælan sólskinsdag.
Yndi er út á grundum,
yndi, heim þá skundum
Seint um sólarlag.

 

Haustlög

Ég heyri þrumur
(Lag meistari Jakob)

;; Ég heyri þrumur ;;
;; heyrir þú? ;;
;; droparnir detta ;;
;; ég er gegnblautur ;;

Berjaför

Litli Siggi, litla Sigga 
löbbuðu út í mó
bæði ber að tína
í berjafötu sína.
Það var gaman, það var gaman
hopp og hæ og hó.

Litli Siggi, litli Siggi
litla þúfu fann.
Blessuð berin ljúfu
byrgðu alla þúfu.
Eitt af öðru, eitt af öðru
upp í munninn rann.

Litla Sigga, litla Sigga
lítinn bolla sá
en sá litaljóminn,
litlu fögru blómin.
Þau ég tíni, þau ég tíni
þau skal mamma fá.

Heim þau gengu, heim þau gengu.
Heldur kát og rjóð.
Buðu ber að smakka,
börnunum allir þakka.
Allir segja, allir segja
„Ógn eru berin góð.“

Labba út í mónum

Labba út í mónum, labba út í mónum, 
tína ber, tína ber,
Verða kalt á klónum, verða kalt á klónum,
hlaupa, hlaupa heim, hlaupa, hlaupa heim.

Klifra í klettunum, klifra í klettunum,
litast um, litast um.
Verða kalt á tánum, verða kalt á tánum,
hlaupa, hlaupa heim, hlaupa, hlaupa heim.

Fara á skautum, fara á skautum
renna hratt, renna hratt,
renna geysihratt, renna geysihratt.
Verða kalt á tánum,
hlaupa, hlaupa heim.

Róa til fiskjar, 
renna og draga þroska.
Háar eru bárurnar,
róa, róa heim.

Nú blánar yfir berjamó

Nú blámar yfir berjamó,
og börnin smá í mosató
og lautum að leika sér.
Þau koma, koma kát og létt,
á kvikum fótum taka sprett
að tína ber, að tína ber.

En heima situr amma ein,
að arni hvílir lúin bein,
og leikur bros á brá,
er koma þau með körfur inn
og kyssa ömmu á vangann sinn
og hlægja berjablá.

 Fatavísur
(Lag: Gamli nói)

Sumarfötin, sumarfötin setjum inní skáp.
Geymum þau í vetur,

og klæðum okkur betur.
Sumarfötin, sumarfötin setjum inní skáp.

Þykku fötin, þykku fötin þykjast best í snjó.
Þegar út við þjótum, 
og karl úr snó við mótum.
Þykku fötin, þykku fötin þykjast best í snjó.

Pollafötin, pollafötin puðumst við nú í.
Úti regnið bylur
stétt og steina hylur.
Pollafötin, pollafötin puðumst við nú í. 

Út um mó

Úti um mó, inn í skóg,
upp í hlíð í grænni tó.
Þar sem litlu berin
lyngi vaxa á
tína, tína tína má.

Tína þá berjablá
börn í lautu til og frá 
þar sem litlu berin lyngi vaxa á 
tína, tína, tína má.

Sumri hallar

Sumri hallar, hausta fer,
heyrir snjallir ýtar,
hafa fjallahnjúkarnir,
húfur mjallahvítar.

Girnast allar elfur skjól
undir mjallar þaki,
þorir varla að sýna sól
sig að fjallabaki.

Verður svalt því veðri er breytt,
vina eins  er geðið;
þar sem allt var áður heitt,
er nú kalt og freðið.

Þegar barnið í föt sín fer
(Lag: skvetta, falla, hossa… ..)

Þegar barnið í föt sín fer.
Fjarska margt að læra þörf er hér.
Fyrst er reynt að hneppa hnapp,
í hnappagatið loks hann slapp.
Renna lás og reima skó,
reyndar finnst mér komið nóg.

Þetta er gjörvallt í grænum sjó.
Við skulum;
;;Hneppa, renna, smella, hnýta;
Hneppa, renna, smella, hnýta:
Hneppa, renna, smella, hnýta;
Hnýta slaufu á skó.;;