Fundargerðir

Aðalfundur foreldrafélags Lundarsels 4. október 2018 kl. 18.00

Fyrir hönd foreldrafélagsins mættu: Margrét, Ingibjörg, Anna Rut og Fjóla.

Árseikningar voru lagðir fram.

Rætt var um myndatöku af börnunum af ljósmyndara,  og þá hvort nóg sé að fá hann annað hvert ár til að mynda og selja foreldrum.

Rætt um möppukaup og hve mikinn kostnaður er vegna þeirra. Ákveðið var að athuga með tilboð í möppur til þess að lækka kostnað.

Sveitaferðin leikskólans var rædd. Upp kom hugmynd um að sleppa yngstu börnum á Kríudeild við rútuferð og gera eitthvað annað fyrir þau í staðinn. Eins var hugmynd að fara næst í sveitaferð í Daladýrð.

Margrét og Ingibjörg eru fráfarandi úr stjórn foreldrafélagsins, þökkum þeim fyrir þeirra störf. Og bjóðum Elsu Sigfúsdóttir og Agnesi Tulinisu velkomna í stjórn.

Í stjórn foreldrafélagins  skólaárið 2018-2019  eru:

Anna Rut Jónsdóttir. 864-0066. annarut@ma.is.

Agnes Yolanda G Tulinius. 773-0938. agnesyolandatulinius@gmail.com

Elsa Auður Sigfúsdóttir. 866-0666. eashi@hotmail.com

Fjóla Helgadóttir. 865-4947. fjola81@gmail.com

Dagný Reykjalín Ragnarsdóttir. 615-1655. dreykjalin@gmail.com

Á aðalfundi foreldraféalgins kynnti Björg leikskólastjóri ytra og innra mat leikskólans. Eins sagði hún var ýmsu eins og því að nýtt kerfi sem heitir Karellen mun leysa mentor og facebook af hólmi.

Því næst tók sálfræðingurinn Eyrún Kristína Gunnarsdóttir við og sagði meðal annars frá kvíða og kvíðaröskun barna – Björg leikskólastjóri sendi öllum foreldrum glærunar í tölvupósti eftir aðalfundinn.

FUNDI SLITIÐ KLUKKAN 19:00.

Auglýsing =

Fræðsluerindi um geðrækt barna og aðalfundur foreldrafélagsins
er fimmtudaginn 4.október
klukkan 17.00-18.30 hér í Lundarseli.
Dagskrá :
Fræðsluerindi: Eyrún Kristína Gunnarsdóttir, sálfræðingur heldur fræðsluerindi um geðrækt barna.  Farið verður yfir gagnlegar aðferðir um hvernig foreldrar geta styrkt líðan barna sinna með því að efla sjálfsmynd þeirra, sjálfstraust og þrautsegju.
Aðalfundur:
Reikningar lagðir fram
Ársgjald foreldrafélagsins ákveðið
Gengið frá kosningu í foreldrafélagið og foreldraráðið (Þegar komið í foreldraráðið en vantar í foreldrafélagið. Gerum ráð fyrir að foreldrar séu búnir að gefa sig fram fyrir fundinn).