Hugmyndir af spurningum

Hugmyndir að spurningum til að spyrja barnið hvernig leikskóladagurinn var?

Hvernig leið þér í skólanum í dag ?

Hvað var það skemmtilegasta/besta sem gerðist í skólanum í dag ?

Hvað var það versta/leiðinlegasta sem gerðist í skólanum í dag?)

Segðu mér frá einhverju sem lét þig hlæja í dag ?

Hvaða staður er skemmtilegastur í skólanum ?

Segðu mér frá einhverju skrýtnu sem þú heyrðir í dag ?

Segðu mér einhvern einn hlut sem þú lærðir í dag ?

Hvenær leið þér best í skólanum í dag ?

Segðu mér frá einhverju góðu sem gerðist í skólanum í dag ?

Hvaða orð notaði kennarinn þinn oftast í dag ?

Hvað finnst þér að þú ættir að læra meira af í skólanum ?

Hvar leikur þú þér oftast í útiverunni ?

Við hvern varst þú að leika í dag ?

Hvað voruð þið að gera í samverunni í dag ?

Hvað var í matinn?

Hvað var uppáhaldið þitt í matartímanum í dag ?

Hvað voruð þið að gera í hópastarfi ? (Kíkja kannski fyrst á hópastarfsfréttir og spyrja svo)

Hvernig var í leikfimi í dag ?

Ef þú værir kennari á morgun, hvað mundir þú gera ?

Fylgist svo endilega með myndum af starfinu hér inná síðunni okkar – og spyrjið síðan barnið 🙂

Fengið úr grein af netinu: „Hvernig var í skólanum í dag“ er spurning sem foreldrar barna á skólagöngu þekkja örugglega. „Bara fínt“ eða eitthvað á þá leið er svarið oftast.  Oftar en ekki eru því foreldrarnir engu nær um hvernig skóladagurinn, þessi mikilvægi dagur var í lífi barna þeirra. Húgó Þórisson, sá mikli snillingur, sem nú er nýlátinn, stakk upp á því í bók sinni Hollráð Húgós að spyrja börnin „Hvernig leið þér í skólanum í dag?“ Svarið getur orðið allt annað en þú átt von á.  Huffington Post er með hátt í 30 aðrar tillögur sem gera foreldrum kleift að fá meiri innsýn í skóladaginn.