Leikskólaföt

Nýtt – frá og með ágúst 2018 erum við töskulaus leikskóli, það er engar töskur í fatahólfum. útföt á snaga / hólfum og aukaföt í boxum.

Það er markmið okkar hér í leikskólanum að börnum líði sem best í leik og starfi – að sjálfsögðu 🙂

Til þess að þeim líði vel er nauðsynlegt að klæðnaður þeirra sé þægilegur og uppfylli þær kröfur að barninu sé hlýtt, það sé þurrt og fötin hefti það ekki við leik.

Útiföt þurfa að vera þægileg og helst þannig að barnið geti hjálpað sér sem mest sjálft.

Á Íslandi er allra veðra von þannig að það er nauðsynlegt að hafa föt við hæfi í leikskólanum.

Í leikskólanum eru börn að leika sér. Þau eru að föndra, borða, þvo sér og leika úti. Í þessum verkefnum geta fötin blotnað eða orðið skítug. Þess vegna er mikilvægt að börnin séu með föt til skiptanna. Einnig geta börnin blotnað úti í leik og því þarf auka inniföt og útiföt …. við erum ný byrjuð að nota kassa undir aukaföt og viljum því ekki töskur í hólf barnanna.

Hér er listi yfir það sem við teljum að nauðsynlegt sé að hafa í leikskólanum / box undir aukaföt.

Munið að merkja fötin vel, því við getum ekki þekkt hver á hvað þar sem í leikskólanum eru um 90 börn og mörg eiga eins föt.

Eldri börn 3-5 (Lágmark) Yngri börn 2-3 (Lágmark)
 1. Útiföt

 • Pollagalli
 • Kuldagalli (ekki á sumrin)
 • Hlý peysa
 • Húfa og buff eða eyrnaskjól
 • Ullarsokkar (ekki á sumrin)
 • 2-3 vettlingar (ekki á sumrin)
 • Kuldaskór (yfir vetrartímann)
 • Stígvél
 • Léttir skór

2. Aukaföt

 • 2 nærbuxur
 • 2 nærbolur
 • 2 sokkar/sokkabuxur
 • 1 buxur
 • 1 bolur
 • 1 peysa
 1. Útiföt

 • Pollagalli
 • Kuldagalli (ekki á sumrin)
 • Hlý peysa
 • Húfa og buff eða eyrnaskjól
 • Ullarsokkar
 • 2-3 vettlingar
 • Kuldaskór (yfir vetrartímann)
 • Stígvél
 • Léttir skór

2. Aukaföt

 • 3 nærbuxur
 • 2 nærbolur
 • 3 sokkar/sokkabuxur
 • 3 buxur
 • 1 bolur
 • 1 peysa

Fylgist vel með hvað fer úr kassanum og munið eftir að taka blaut/óhrein föt með heim eftir hvern dag og þá koma með ný aukaföt eða útiföt daginn eftir.

Kassinn með innifötunum er alltaf í leikskólanum en föt í hólfunum mega vera vera í leikskólanum alla vikuna – en það þarf að taka öll föt úr hólfunum heim á föstudögum.

Innilegar óskir um gott samstarf varðandi það að í leikskólanum verði alltaf fullt af hlýjum og þurrum fötum á börnin.