Leikur og leikgleði

Nú er aðlögun nýrra barna langt á veg komin og allt gengur vel – það ríkir því leikgleði í Lundarseli. Á föstudaginn, 24. ágúst eru sumarleikar hjá okkur, íþróttir og dans úti í garði.

Sumarlokun

Sumarlokun 2018 í Lundarseli er frá og með mánudeginum 9. júlí til 3. ágúst. Leikskólinn opnar aftur þriðjudaginn 7.ágúst klukkan 10:00 eftir Verslunarmannahelgina. 

17.júní garðpartý hjá okkur

Í dag var 17. júní garðpartý hjá okkur. Allir fengu blöðrur, það var farið í skrúðganga með allskonar hristum og trommum og síðan sest upp á hól og HM HÚH-ið tekið – sjá myndband inná facebook síðu skólans.

Vorhátíð Lundarsels 25. maí klukkan 14:00

Á vorin er oft mikið að gera hjá okkur 🙂 Þá förum við í sveitaferð að skoða húsdýrin þar og við förum að Gróðrastöðinni að setja niður kartölfur og grænmeti. Elstu börnin fara í lokahóf Glóðs og Loga á Slökkviliðisstöðinni og þau fara líka í útskriftarferð í maí mánuði. Þá er vorhátíð Lundarsels alltaf í lok maí, svo og prufusýningar fyrir vorhátíðina fyrir eldri borgara og 1.bekk Lundarskóla.