Upplýsingar um skólastarfið

(kíkið á undirhnappana skóladagatal og skólanámskrá, lokunardagar í lundarseli og fl.)

Saga skólans

Leikskólinn Lundarsel er rekinn af Akureyrarbæ.

Starfsemi leikskólans hófst 1. júlí 1979.

Arkitektar voru Guðmundur Kr. Guðmundsson og Ólafur Sigurðsson.

Í fyrstu var leikskólinn tvær deildir en í júní 1996 var hafist handa við gerð þriðju deildarinnar. Árið 2000-2001 urðu miklar breytingar á húsnæði leikskólans, kjallarinn var að hluta tekinn fyrir starfsmannaaðstöðu, salurinn var stækkaður um helming auk þess sem fleiri breytingar voru gerðar til að húsnæðið yrði sem hentugast fyrir leikskólann. Ný deild, Lundi tók til starfa haustið 2013, deildin er staðsett í tveimur lausun kennslustofum sem settar voru norðan við Lundarsel.

  • Fyrsti leikskólastjóri Lundarsels var Ragnheiður Ólafsdóttir og starfaði hún í 3 ár.
  • Næsti leikskólastjóri var Erla Böðvarsdóttir og starfaði hún 17 ár.
  • Þá tók næst við Örn Arnarson og starfaði hann í 2 ár sem leikskólastjóri.
  • Núverandi leikskólastjóri  er Björg Sigurvinsdóttir.

Í dag eru 89 rými og 90 börn í leikskólanum.

Deildirnar eru aldursskiptar:

  •  Kríudeild er fyrir 2-3ja ára börn,
  • Bangsadeild er fyrir 3-5 ára
  • Kisudeild er fyrir 3-5ára börn
  • Lundadeild er fyrir 4-6 ára börn

Á öllum deildum er sveigjanlegur vistunartími og geta foreldrar valið um 4 til 8 tíma vistun auk 15 mínútna fyrir og eða eftir klst.

Allar deildir eru opnar frá 7:45-16:15.

Unnið er eftir Aðalnámskrá Leikskóla svo og skólanámskrá Lundarsels.

Sjá skólanámskrána hér: Namskra Lundarsels 17  

Hér er vinnuskjal starfsfólks sem er svona gerum við í Lundarseli: skolabragur 2017

Eldri skólanámskrá: Skolanamskra Lundarsels 2010

adalnskr_leiksk_2012-1 aðalnámskrá leikskóla á íslensku og hér á ensku adskr_leiksk_ens_2012