SMT

SMT – skólafærni er

útfærsla á bandarísku aðferðinni Positive Behavior Support /PBS.

SMT – skólafærni er

hliðstæð aðferð og PMT – foreldrafærni (Parent management training)

þar sem lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr hegðunarvanda

með því að kenna og þjálfa félagsfærni, umbuna fyrir æskilega hegðun

og samræma vinnubrögð starfsfólks þegar nemendur sýna óæskilega hegðun.

Öllum leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar er gert

að starfa eftir ákveðinni agastefnu og við kjósum SMT – skólafærni.

Mánudaginn 12. nóvember 2007 hófu við í Lundarseli innleiðslu á SMT-skólafærni.

Kjörorðið okkar,

Glaðir spekingar,

stendur fyrir hugsandi börn,

skapandi börn

og umhyggjusöm börn,

 glöð börn 🙂

Í Lundarseli eru glaðir spekingar tilvísun í heimspekivinnuna okkar.

Heimspekingur miðlar hugsunum sínum og skoðunum.

Heimspekingur vill heyra skoðanir og hugsanir annarra,

af því hann er vísindamaður sem rannsakar.

 = Þannig viljum við að börnin okkar séu, glaðir spekingar. =